Fréttasafn

27. ágúst 2012

Forseti ASÍ á fundarferð um landið (1)

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ hóf í síðustu viku mánaðarlanga fundarferð um landið þar sem hann mun eiga fundi með stjórnum langflestra þeirra rúmlega 50 stéttarfélaga sem eiga aðild að ASÍ. Gylfi er á þessum fundum að heyra í fólki í grasrótinni, áherslur þess og væntingar auk þess að kynna áherslur í starfi ASÍ í vetur.

23. ágúst 2012

Vísitala launa hækkar

Hagstofan birti í dag vísitölu launa fyrir júlí mánuð sem nú stendur í 433,5 stigum sem er 0,1% hækkun frá fyrri mánuði. Það gerir árshækkun upp á 6% þar sem vísitalan hefur hækkað um hálft prósent að meðaltali á mánuði.

22. ágúst 2012

Allt að 83% verðmunur á skólabókum

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á nýjum og notuðum skólabókum fyrir framhaldsskóla í bókaverslunum á höfuðborgarsvæðinu sl. þriðjudag. Farið var í 8 verslanir og skoðað verð á 33 algengum skólabókum. A4 - Office 1 var oftast með lægsta verði...

22. ágúst 2012

Stýrivextir óbreyttir (1)

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum óbreyttum. Í yfirlýsingu nefndarinnar segir m.a.: Horfur eru á nokkru meiri hagvexti í ár en Seðlabankinn spáði í maí, en horfur fyrir árin 2013 og 2014 eru á heildina litið s...

21. ágúst 2012

ASÍ-UNG þing í september

Fyrsta þing ASÍ-UNG, eftir stofnþingið í maí 2011, verður haldið föstudaginn 14. september. Helsta umfjöllunarefni þingsins eru húsnæðismál ungs fólks en mjög hefur þrengt að möguleikum ungs fólks til kaupa á sinni fyrstu íbúð eftir hrunið 200...

17. ágúst 2012

ITUC fordæmir ofbeldi við gullnámu í S-Afríku

ITUC, Alþjóðasamband verkalýðsfélaga, hefur lýst bylgju ofbeldisverka við Lonmin Marikana gullnámuna í S-Afríku sem skelfilegri. Í gær féllu 36 verkfallsmenn þegar lögregla hóf skotárás á þá. Áður höfðu tíu fallið í átökum við námuna.

16. ágúst 2012

Verslunin Iceland oftast með lægsta verðið

Matvöruverslunin Iceland sem er nú með í fyrsta skipti í verðkönnun ASÍ var oftast með lægsta verðið, þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á matvöru í átta lágvöruverðsverslunum og stórmörkuðum víðsvegar um landið sl. þriðjudag.

09. ágúst 2012

Róbert Farestveit ráðinn hagfræðingur hjá ASÍ

Þann 1. ágúst sl. hóf Róbert Farestveit störf sem hagfræðingur á skrifstofu ASÍ. Róbert er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og lýkur nú í byrjun september meistaragráðu í hagfræði frá Háskólanum í Lundi með áhersla á þ...

08. ágúst 2012

Listsafn ASÍ - sýningaropnun á föstudag

Föstudaginn 10. ágúst kl. 20:00 verður opnuð í Listasafni ASÍ sýning á verkum listamannanna Lars Ravn, Holger Bunk og Helga Þorgils Friðjónssonar en þeir hafa á undanförnum árum sýnt saman í Danmörku, ýmist þrír saman eða fleiri.

Fréttasafn