Fréttasafn

30. maí 2012

Skáksveit ASÍ lagði lið skákakademíunnar

Skemmtileg skákuppákoma átti sér stað á skrifstofu ASÍ í dag þegar fjórir öflugir krakkar úr Skákakademíu Reykjavíkur mættu harðsnúnu liði ASÍ. Teflt var á fjórum borðum og tefldu allir við alla. Skáksveit ASÍ hafði sigur 10-6 eftir töluverða baráttu. Bestum árangri einstaklinga náði Hilmir Freyr Heimisson 11 ára eða 3 og ½ vinningi af 4 mögulegum.

29. maí 2012

Guy Ryder kosinn framkvæmdastjóri ILO

ASÍ, í samstarfi við norrænu verkalýðshreyfinguna, studdi Guy Ryder með virkum hætti í embætti framkvæmdastjóra Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO), en Guy var áður leiðtogi Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga (ITUC).

22. maí 2012

Erindi forseta ASÍ á ráðstefnu um lífeyrismál

Í gær var haldin vel heppnuð og ágætlega sótt ráðstefna á Grand hótel um framtíð lífeyrismála á Íslandi. Litið var á málið frá ólíkum sjónarhornum, m.a. frá sjónarhóli vinnumarkaðarins. Forseti ASÍ var einn ræðumanna á fundinum.

16. maí 2012

7 milljón manna verkalýðssamtök stofnuð í dag

Ein stærstu verkalýðssamtök Evrópu voru formlega stofnuð í dag en þau ná til verkafólks í iðnaði um alla álfuna. Samtökin hafa hlotið nafnið Industry all og eru Starfsgreinasambandið, VM og Samiðn meðal stofnaðila þess.

16. maí 2012

Sjálfstætt fólk í Listasafni ASÍ

Laugardaginn 19. maí kl. 16:00, verða opnaðar í Listasafni ASÍ þrjár sýningar úr sýningarverkefninu Independent People eða Sjálfstætt fólk sem er hluti af Listahátið 2012.

14. maí 2012

Framtíð lífeyrismála á Íslandi

Mánudaginn 21. maí verður haldin ráðstefna á Grand hótel um framtíð lífeyrismála á Íslandi. Litið verður á málið frá ólíkum sjónarhornum, m.a. frá sjónarhóli vinnumarkaðarins auk þess sem samspil lífeyrissjóða og almannatryggingkerfisins verðu...

07. maí 2012

Miðstjórn Samiðnar ályktar um rammaáætlunina

Miðstjórn Samiðnar hefur samþykkt ályktun þar sem pólitískum inngripum Alþingis í rammaáætlun um orkunýtingu er harðlega mótmælt. Alþingismenn hvattir til að samþykkja upphaflegu áætlunina sem byggir á faglegu mati og forsendum sátta í samféla...

03. maí 2012

Verðmunur eykst á forpakkaðri matvöru

Verðlagseftirlit ASÍ hefur bent á það í gegnum tíðina að forpakkaðar matvörur eins og ostar, álegg, kæfa og kjöt, væru yfirleitt verðmerktar með smásöluverði frá framleiðanda. Voru vörurnar svo seldar á sama verði í flestum verslunum landsins....

02. maí 2012

Vinnan 2012 komin út

Tímarit Alþýðusambandsins, Vinnan, kom venju samkvæmt út þann 1. maí. Blaðinu var dreift í rúmlega 90. þúsund eintökum, að stærstum hluta með Fréttablaðinu en auk þess sáu nokkur stéttarfélög á landsbyggðinni um dreifingu. Meðal efnis í blaðin...

Fréttasafn