Fréttasafn

30. mars 2012

Auglýsing um styrk úr minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar (2)

Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr Minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar til verkefnis er varða íslenskt samfélag og málefni launafólks. Styrkurinn er veittur einu sinni á ári. Umsóknir um styrkinn þurfa að berast fyrir 20. apríl nk. Styrknum er úthlutað 1. maí ár hvert.

29. mars 2012

Verðkönnun á páskaeggjum

Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á páskaeggjum í 7 matvöruverslunum víðsvegar um landið mánudaginn 26. mars. Kannað var verð á 28 algengum páskaeggjum. Bónus var með lægsta verðið á 16 páskaeggjum af 28, næst oftast var Fjarðarkaup með læ...

26. mars 2012

Iceland Express virði kjarasamninga

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir mikilvægt að Iceland Express virði kjarasamninga og telur viðbrögð talsmanna Iceland Express við verkfallsboðun Flugfreyjufélags Íslands ótrúverðug. Einkum í ljósi fyrri úrskurðar Félagsdóms um gildandi f...

21. mars 2012

Ódýrasti fiskurinn í Hafnarfirði

Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðsamanburð á ferskum fiski í 23 verslunum vítt og breitt um landið sl. mánudag. Kannað var verð á 25 algengum tegundum af fiskmeti sem oft er á borðum landsmanna. Munur á hæsta og lægsta verði var oftast 25-75%. F...

21. mars 2012

Dapurlegt, segir forseti ASÍ um stýrivaxtahækkun SÍ

„Að mínu mati er þetta er birtingarmynd þeirra hremminga sem efnahagsástand þjóðarinnar er í. Gjaldmiðillinn er rúin trausti og ekkert miðar í áformum um að auka hér fjárfestingar og hagvöxt. Þetta er í einu orði sagt dapurlegt“, segir forseti...

21. mars 2012

Stýrivextir hækka í 5%

Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að hækka vexti um 0,25 prósentustig. Stýrivextir eru þar með komnir 5%. Síðasti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans var 8. febrúar, þá var ákveðið að halda vöxtum óbreyttum.

12. mars 2012

Verðbreytingar á vörukörfunni frá 2008

Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 21-55% frá því í apríl 2008 þar til í byrjun mars 2012. Verð vörukörfunnar hefur hækkað meira í lágvöruverðsverslunum en öðrum verslunum. Mest hefur hún hækkað um 55% hjá Bónus, en minnst um 21% hjá Hagkaupum.

08. mars 2012

Hagvöxtur árið 2011 var 3,1%

Landsframleiðsla jókst að raungildi um 3,1% á árinu 2011 samkvæmt áætlun Hagstofu Íslands. Þessi vöxtur kemur í kjölfar mikils samdráttar tvö ár þar áður, 4% árið 2010 og 6,8% árið 2009.

07. mars 2012

Miðstjórn ASÍ ályktar um fátækt

Miðstjórn ASÍ lýsir áhyggjum sínum yfir vaxandi fátækt á Íslandi. Það er skylda okkar að taka með afgerandi hætti á vanda þeirra einstaklinga og fjölskyldna sem standa höllum fæti í samfélaginu.

Fréttasafn