Fréttasafn

31. janúar 2012

Nýtt fréttabréf ASÍ komið út (5)

Í fréttabréfi janúarmánaðar er fjallað um endurskoðun kjarasamninga og tilraunaverkefni sem verður hleypt af stokkunum í vor um þjónustu stéttarfélaga við atvinnuleitendur. Einnig er grein um vaxtamál í framhaldi af fundarröð sem ASÍ stóð fyrir í desember og janúar auk þess sem fjallað er um það öfluga fræðslustarf sem unnið er innan verkalýðshreyfingarinnar.

23. janúar 2012

Morgunverðarfundur ASÍ um húsnæðislán á þriðjudag

Þriðjudaginn 24. janúar stendur Alþýðusamband Íslands fyrir morgunverðarfundi um húsnæðismál. Yfirskrift fundarins er: Hvað getum við lært af Dönum? Hvernig má lækka húsnæðisvexti heimilanna? Aðalræðumaður fundarins er Peter Jayaswal aðstoðarf...

20. janúar 2012

Kjarasamningar áfram í gildi - uppsagnarákvæði ekki nýtt

Samninganefnd ASÍ hefur í dag ákveðið að segja ekki upp gildandi kjarasamningum þrátt fyrir vanefndir stjórnvalda á þeim fyrirheitum sem gefin voru við gerð þeirra. Skrifað var undir framlengingu kjarasamninga eftir hádegið í dag.

19. janúar 2012

Verk vest - Krafa um efndir loforða

Fundur stjórnar og trúnaðarráðs Verk Vest haldinn 11.janúar 2012 hvetur stéttarfélög innan ASÍ til samstöðu til varnar launaþegum á Íslandi. Vinnuveitendur hafa staðið við sitt, því er nauðsynlegt að tryggja að þær hækkanir sem samið hefur ve...

19. janúar 2012

Svikin loforð

Sameiginlegur fundur samninganefndar Bárunnar, stéttarfélags og Verslunarmannafélags Suðurlands haldinn á Selfossi 11. janúar 2012 harmar vanefndir ríksstjórnarinnar í tengslum við kjarasamningana sem undirritaðir voru í maí 2011. Á sama tíma ...

19. janúar 2012

Mikil reiði á formannafundi ASÍ

Gríðarleg gremja í garð ríkisstjórnarinnar kom fram á formannafundi ASÍ í dag þegar ræddar voru forsendur kjarasamninganna. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagði í upphafi fundar að það væri makalaus staða að það væri ríkisstjórnin sem er sá að...

18. janúar 2012

Ályktun formannafundar vegna vanefnda ríkisstjórnarinnar

Formannfundur Starfsgreinasambands Íslands haldinn þann 18. janúar 2012 lýsir yfir miklum vonbrigðum með vanefndir ríkisstjórnarinnar á loforðum sem gefin voru í tengslum við undirritun kjarasamninga. Aðilar vinnumarkaðarins hafa staðið við öl...

18. janúar 2012

Formannafundur ASÍ á fimmtudag um framtíð samninganna

Alþýðusamband Íslands hefur boðað til formannafundar fimmtudaginn 19. janúar til að fara yfir forsendur kjarasamninganna frá maí 2011 en fyrri endurskoðun samninganna á að vera lokið fyrir kl. 16 þann 20. janúar. Sé það mat manna að forsendur ...

18. janúar 2012

Eining-Iðja vill ekki segja upp samningum

Á fjölmennum fundi trúnaðarráðs og samninganefndar Einingar-Iðju í gær var samþykkt að segja ekki upp kjarasamningum en jafnframt var ríkisstjórnin harðlega gagnrýnd fyrir að efna ekki gefin loforð í tengslum við gerð kjarasamninga í maí í fyr...

Fréttasafn