Fréttasafn

28. desember 2012

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis 80 ára í dag

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis fagnar 80 ára afmæli í dag en félagið var stofnað á róstursömum tímum í miðri kreppu. Verkalýðsfélög voru komin í flestar sýslur landsins utan Suðurnesja árið 1932 og því afar mikilvægt fyrir breiðfylkingu verkalýðshreyfingarinnar að fá suðurnesjamenn með í liðið.

21. desember 2012

Gleðileg jól (2)

Alþýðusamband Íslands óskar félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

21. desember 2012

Verðbólgan lækkar og er nú 4,2%

Verðlag hækkaði um 0,05% milli nóvember og desembermánaðar samkvæmt nýrri mælingu á vísitölu neysluverðs sem Hagstofa Íslands birti í morgun. Verðbólga á ársgrundvelli er því nú 4,2%.Verð á bensíni og díselolíu lækkaði um 1,9% en kostnaður veg...

19. desember 2012

Orð skulu standa! - rökin fyrir gagnrýni ASÍ

Fimmtudaginn 13. desember birti ASÍ heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu þar sem bent var á atriði sem ASÍ telur ríkisstjórnina hafa lofað í tengslum við gerð kjarasamning vorið 2011, en ekki efnt. Nokkurt upphlaup varð á stjórnarheimilinu vegna...

18. desember 2012

Kjarasamningar og þróun kaupmáttar

Ein af forsendum gildandi kjarasamninga er að kaupmáttur launa mældur skv. launavísitölu hafi aukist á tímabilinu desember 2011 til desember 2012. Nú styttist í endurskoðun kjarasamninga og því er eðlilegt að meta stöðuna. Launavísitalan hækka...

17. desember 2012

Reynsla Eistlands af upptöku evru og aðild að Evrópusambandinu

Utanríkisráðuneytið og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands bjóða til opins fundar með Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, miðvikudaginn 19. desember frá kl. 12:05 til 13:30 í Þjóðmenningarhúsinu. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Alþýðu...

17. desember 2012

ASÍ-UNG ályktar

Á fundi ASÍ-UNG á föstudaginn voru samþykktar tvær ályktanir. Annars vegar fagnar ASÍ-UNG lengingu fæðingarorlofs og hins vegar fordæmir ASÍ-UNG skerðingu á félagslegum réttindum ungs fólks í Grikklandi.

17. desember 2012

Samninganefnd ASÍ fundar með framkvæmdastjórn SA í dag

Samninganefnd ASÍ hittir framkvæmdastjórn SA á fundi mánudaginn 17. desember þar sem rætt verður um endurskoðun kjarasamninga. Þetta er fyrsti fundur þessara aðila í aðdraganda síðustu endurskoðunar núgildandi kjarasamninga en niðurstaða henna...

Fréttasafn