Fréttasafn

30. maí 2011

Æpandi þögn forstjóra TR um samstarfið við VIRK

Athyglisvert var að sjá forstjóra TR fjalla um hægari fjölgun öryrkja bæði í ársskýrslu sinni og í fjölmiðlum um helgina. Þar er ekki minnst einu orði á það mikla samstarf sem starfsmenn stofnunarinnar eiga við ráðgjafa og sérfræðinga VIRK í þessum málum heldur er stjórnvöldum og stofnunum ríkisins alfarið eignaður þessi árangur.

30. maí 2011

Norræna verkalýðssambandið leitar að framkvæmdastjóra

Staða framkvæmdastjóra NFS er laus til umsóknar frá og með 13. ágúst 2011. Viðfangsefni framkvæmdastjóra NFS er að leiða skrifstofu sambandsins, starfa með stjórn sambandsins og koma fram fyrir hönd NFS út á við. Framkvæmdastjórinn er kosinn a...

30. maí 2011

Ályktanir samþykktar á stofnþingi ASÍ-UNG

Stofnþing ASÍ-UNG ályktaði um nokkur mál sem brenna á ungu fólki í dag eins og svo oft áður. Málaflokkarnir sem stofnþingið setti kastljósið á voru menntamál, húsnæðismál, jafnréttismál og fjölskyldumál.

27. maí 2011

Helgi Einarsson kjörinn fyrsti formaður ASÍ-UNG

Fyrsta stjórn ASÍ-UNG var kjörin undir lok þings ASÍ-UNG sem fram fór í dag og þótti vel heppnað. Helgi Einarsson frá Félagi nema í rafiðnum var kjörinn formaður ASÍ-UNG og mun hann leiða stjórnina fyrstu skrefin á vegferð sem vonandi verður l...

27. maí 2011

Álag greiðist með umsaminni orlofsuppbót

Í kjarasamningunum milli aðildarsamtaka ASÍ og SA frá 5. maí sl. er kveðið á um sérstakt álag á orlofsuppbót. Það álag á að greiða samhliða umsaminni orlofsuppbót.

27. maí 2011

Merkur og mikilvægur áfangi í sögu ASÍ segir Gylfi Arnbjörnsson

Í ávarpi sínu á stofnþingi ASÍ-UNG í dag sagði Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ að rödd unga fólksins þurfi að hljóma sterkar innan Alþýðusambandsins og til þess er stofnað til þessa vettvangs ASÍ-UNG. Miklar vætningar væru bundnar við að áhersl...

27. maí 2011

Rödd ungs fólks þarf að heyrast hátt í þjóðfélagsumræðunni

Guðni Gunnarsson frá VM setti stofnþing ASÍ-UNG klukkan tíu í morgun. Í setningarræðu sinni sagði hann eitt meginhlutverk ASÍ-UNG að tryggja að rödd ungs fólks heyrðist hátt og skýrt í þjóðfélagsumræðunni. Megin áherslur væru á málefni ungs f...

26. maí 2011

Stofnþing ASÍ-UNG fer fram á morgun

Tímamót verða í sögu Alþýðusambands Íslands á morgun þegar stofnþing ASÍ-UNG fer fram í Reykjavík. ASÍ-UNG er ætlað að efla starf ungs fólks í verkalýðshreyfingunni þar sem áherslan verður á málefni sem að tengjast ungu fólki sérstaklega svo s...

Fréttasafn