Fréttasafn

28. febrúar 2011

Nýtt fréttabréf ASÍ

Meðal efnis í nýju fréttabréfi ASÍ er grein um gang kjaraviðræðna, fjallað um samanburð á lágmarkslaunum í fjölmörgum Evrópulöndum, sagt frá nýlegum fundi norrænu alþýðusambandanna með forystumönnum kínversku verkalýðshreyfingarinnar og birt umsögn ASÍ um drög að nýrri aðalnámskrá framhaldsskóla.

23. febrúar 2011

Sverrir í miðstjórn í stað Kristjáns Gunnarssonar

Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri AFLs á Austurlandi tekur í dag sæti í miðstjórn ASÍ sem aðalmaður. Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins valdi Sverri til setu í miðstjórn ASÍ en Sverrir kemur í stað Kristjáns Gunnarssonar formanns V...

22. febrúar 2011

90% telja mikilvægt að jafna lífeyrisréttindi

Í nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun HÍ gerði fyrir ASÍ kemur fram að 90% þeirra sem taka afstöðu finnst mikilvægt að ASÍ leggi áherslu á að jafna lífeyrisréttindi launafólks á almennum og opinberum markaði.

21. febrúar 2011

Ný skoðanakönnun - langflestir vilja sameiginlega launastefnu

Ný skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir ASÍ sýnir að 94% þeirra sem taka afstöðu vilja sambærilegar launahækkanir fyrir alla í komandi kjarasamningum á móti 6% sem vilja meiri launahækkanir til þeirra sem starfa í...

18. febrúar 2011

Furðuleg ákvörðun kjararáðs

Kjararáð hefur úrskurðað að dómarar við Hæstarétt Íslands og Héraðsdóm Reykjavíkur fái 100 þúsund króna launahækkun á mánuði næstu tvö árin vegna aukins álags. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ furðar sig á þessari ákvörðun kjararáðs þar sem Alþi...

15. febrúar 2011

Verkfall í loðnubræðslum slegið af

Verkfall í 9 fiksimjölsverksmiðjum sem átti að hefjast á miðnætti hefur verið slegið af vegna samstöðuleysis að sögn Sverris Mar Albertssonar framkvæmdastjóra Afls. Bræðslur í Helguvík og Þórshöfn voru enn starfandi og þar með var grundvöllur ...

11. febrúar 2011

Kyrrstaðan rofin - kjaraviðræður á fullt skrið eftir helgi

Samninganefndir ASÍ og SA hafa í gær og í dag rætt mögulega tímalengd og uppbyggingu væntanlegs kjarasamnings. Aðilar hafa orðið sammála um að setja kraft í kjaraviðræður sem miðast við gerð samnings til 3 ára. Reyna á að ljúka þeirri vinnu e...

11. febrúar 2011

Mikið um að vera í Listasafni ASÍ á safnanótt

Á Safnanótt, föstudaginn 11. febrúar kl. 19-24 opna þrjár forvitnilegar sýningar í Listasafni ASÍ. Þetta eru myndbandsverk eftir Curver Thoroddsen, upptaka á leiknum atriðum í Ásmundarsal og Höggmynd/myndband - Ljóðrænt og óhlutbundið samtal í...

10. febrúar 2011

Skyldur atvinnurekenda vegna kynferðislegrar áreitni

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær fyrirtæki til að greiða starfsmanni sínum miskabætur á grundvelli þess að fyrirtækið hefði sýnt af sér athafnaleysi með því að búa ekki svo um hnútana að starfsmaðurinn gæti sinnt starfi sínu eftir að hafa ve...

Fréttasafn