Fréttasafn

30. september 2010

Allt að 111% verðmunur á þjónustu hjólbarðaverkstæða

Allt að 6.590 kr. verðmunur er á þjónustu hjólbarðaverkstæða við skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu samkvæmt nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði á 35 hjólbarðaverkstæðum víðsvegar um land mánudaginn 27. september. KvikkFix í Kópavogi var oftast með lægsta verðið eða í 6 tilfellum af 8. Max 1 í Reykjavík, Klettur (Hekla) í Reykjavík og Sólning Kópavogi voru jafnoft með hæsta verðið í 2 tilfellum af 8.

30. september 2010

Jafnréttisviðurkenning 2010

Jafnréttisráð lýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar fyrir árið 2010. Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað ...

29. september 2010

Verkalýðshreyfingin stendur fyrir miklum mótmælum Í Evrópu

Áætlað er að um 100 þúsund manns hafi gengið um götur Brussel í dag til að mótmæla harkalegum niðurskurði hins opinbera. ETUC, samband evrópskra verkalýðsfélaga, skipulagði mótmælin sem fóru einnig fram á Spáni, Ítalíu, Grikklandi, Lettlandi ...

28. september 2010

Verðbólgan í september 3,7%

Verðlag hélst óbreytt í september að því er fram kemur í nýrri mælingu Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs. Ársverðbólga er nú 3,7% og lækkar úr 4,5% í ágústmánuði. Enn sjást lítil merki verðlækkana á innfluttum matvörum þrátt fyrir áframh...

22. september 2010

Stýrivextir lækka um 0,75 prósentustig

Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að lækka stýrivexti bankans um 0,75 prósentustig. Fara vextirnir því niður í 6,25% og hafa ekki verið lægri síðan árið 2004.

16. september 2010

Þungur tónn á formannafundi

Forseti ASÍ sagði á formannafundi í dag það yki flækjustigið í komandi samningum að í útflutningsgreinunum er staðan mjög góð vegna hruns krónunnar meðan hún er mjög þröng í öðrum greinum vegna samdráttar og atvinnuleysis, t.d. í bygginga- og ...

16. september 2010

Meðalverð á ýsu hefur hækkað um 36% á milli kannanna

Verð á ferskum fiski hefur hækkað umtalsvert á milli ára að því fram kemur í nýrri verðkönnun verðlagseftirlitsins sem gerð var í vikunni. Meðalverð flestra tegunda sem kannaðar voru hefur hækkað um 15-30% síðastliðna átján mánuði. Mestar hækk...

15. september 2010

39% verðmunur á hæsta og lægsta verði á ýsu

Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðsamanburð á ferskum fiski í fiskbúðum og stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, mánudaginn 13. september. Almennt var mikill verðmunur á milli verslana. Í flestum tilvikum var munur á hæsta og lægsta ...

15. september 2010

Formannafundur ASÍ á fimmtudag

Formenn allra 53 aðildarfélaga ASÍ mæta til skrafs og ráðagerðar á Hilton hótel fimmtudaginn 16. september kl. 13:30. Á fundinum verður fjallað um hugmyndir um breytingar á skipulagi ASÍ og fjallað um stöðu efnahags- og atvinnumála í aðdragan...

09. september 2010

Nýr verkefnastjóri verðlagseftirlits

Nýr starfsmaður hefur verið ráðin á skrifstofu ASÍ en Kristjana Birgisdóttir er nýr verkefnastjóri verðalgseftirlitsins. Þá hefur Sigurlaug Gröndal verið ráðin til Félagsmálaskóla alþýðu en hún hefur aðstöðu á skrifstofu ASÍ.

Fréttasafn