Fréttasafn

27. maí 2010

Verðbólgan lækkar og mælist nú 7,5%

Verðbólgan í maí mælist 7,5% sem er lækkun upp á 0,8 prósentustig frá apríl. Kostnaður vegna eigin húsnæðis hækkaði um 1,2% (vísitöluáhrif 0,15%) á milli apríl og maí, þar af voru áhrif af hækkun markaðsverðs 0,18% en af lækkun raunvaxta -0,03%. Verð á flugfargjöldum til útlanda hækkaði um 9,8% (0,10%) á sama tímabili en verð dagvara lækkaði um 0,6% (-0,11%).

26. maí 2010

ASÍ og Jafningjafræðslan vinna saman

Alþýðusamband Íslands og Jafningjafræðslan skrifuðu í dag undir nýjan samning um samstarf á komandi sumri. Samvinna ASÍ og Jafningjafræslunnar hófst í fyrra og tókst mjög vel. Leiðbeinendur Jafningjafræðslunnar munu í sumar, líkt og í fyrra,...

25. maí 2010

Erfiðir kjarasamningar framundan

Það var þungt hljóðið í formönnum aðildarfélaga ASÍ á formannafundi í dag. Það er ljóst að erfiðir kjarasamningar fara í hönd með haustinu þar sem verkalýðshreyfingin mun nýta afl sitt til að sækja kjarabætur. Mikil gagnrýni kom fram á ríkiss...

21. maí 2010

Vinnustaðaskírteini til hagsbóta fyrir launamenn

Alþingi samþykkti á fundi sínum 11. maí sl. ný lög um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum. Markmið laganna er að tryggja að atvinnurekendur og starfsmenn þeirra fari að gildandi lögum, reglugerðum og kjarasamningum. Vinnustaðaskírtei...

20. maí 2010

Fundur formanna aðildarfélaga ASÍ

Fundur formanna aðildarfélaga ASÍ verður haldinn á Hilton Nordica hótel þriðjudaginn 25. maí. Til umræðu verður staða efnahags- og atvinnumála, stefnumótun lífeyrismála og skipulagsmál ASÍ.

19. maí 2010

Samþykkt að setja á fót rannsóknarnefnd

Á aðalfundi Landsamtaka lífeyrissjóða í gær var samþykkt tillaga ASÍ og SA um að sett verði á fót rannsóknarnefnd til að rannsaka starfssemi lífeyrissjóðanna í aðdraganda hrunsins. Nefndinni er einnig ætlað að koma með tillögur til úrbóta um ...

17. maí 2010

Þing Samiðnar fór fram á föstudag og laugardag

Á sjötta þingi Samiðnar sem lauk á laugardag á Grand Hóteli var samþykkt ályktun í atvinnumálum þar sem settar eru fram kröfur er varða umgjörð útboða, fagmennsku, verktöku, kennitöluflakk o.fl.

12. maí 2010

Atvinnuleysi mælist nú 9%

14.669 manns voru að meðaltali á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofnun í apríl sem jafngildir 9% atvinnuleysi í mánuðinum. Þess gætir nú tölunum að tekið er að vora og árstíðarbundnar framkvæmdir að hefjast. Atvinnuleysi minnkar lítillega mil...

Fréttasafn