Fréttasafn

29. apríl 2010

Verðbólgan í apríl 8,3%

Verðlag hækkaði um 0,25% í apríl að því er fram kemur í nýrri mælingu Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs. Verðbólga á ársgrundvelli er nú 8,3%. Hækkun á mat- og drykkjarvörum veldur mestum hækkunum á verðlagi í apríl. Mat- og drykkjarvörur hækkuðu um 1,1% í mánuðinum sem hefur 0,17% áhrif til hækkunar á vísitölunni.

28. apríl 2010

1. maí hátíðarhöld á landsbyggðinni

Að vanda verður 1. maí fagnað með samkomum um allt land. Hér má sjá dagskrána eins og hún lítur út á hinum ýmsu stöðum. Listinn er ekki tæmandi en þetta eru þær baráttusamkomur sem skrifstofu ASÍ hafa borist tilkynningar um.

28. apríl 2010

1. maí hátíðarhöldin í Reykjavík og Hafnarfirði

Kröfuganga verkalýðsfélaganna í Reykjavík leggur af stað frá Hlemmi klukkan 13:30 laugardaginn 1. maí. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur fara fyrir göngunni en gengið verður niður Laugaveg og Austurstræti og inn á Asturvöll þar s...

28. apríl 2010

270 dauðsföll á dag vegna lélegra vinnuskilyrða

Í dag, 28. apríl, er alþjóðlegur dagur vinnuumhverfis og öryggismála. Á þessum degi er þeirra launamanna minnst sem týnt hafa lífinu eða tapað heilsunni vegna lélegra vinnuaðstæðna. Alþjóða verkalýðshreyfingin notar daginn jafnframt til að b...

26. apríl 2010

Morgunverðarfundur um málefni innflytjenda

Teymi um málefni innflytjenda, sem er samráðsvettvangur stofnana ríkis og sveitarfélaga, fyrirtækja og frjálsra félagasamtaka sem vinna að málefnum innflytjenda, boðar til opins morgunverðarfundar með frambjóðendum í Reykjavík um málefni innfl...

20. apríl 2010

ASÍ vill víðtækt samráð um nýjar efnahagsaðgerðir

Alþýðusamband Íslands boðaði í dag til fundar með þeim aðilum sem höfðu frumkvæði að stöðugleikasáttmálanum í fyrra. Krafa ASÍ er að Samtök atvinnulífsins komi aftur að borðinu enda sé verkefnið sem gengið var til sl. sumar enn óleyst. Gylfi ...

16. apríl 2010

Atvinnuleysi stendur í stað milli mánaða

Í mars voru að meðaltali 15.059 manns á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofnun sem jafngildir 9,3% atvinnuleysi í mánuðinum sem er lítil breytingin frá fyrra mánuði. Atvinnuleysi er mikið meðal yngra fólks, tæplega helmingur allra á atvinnuley...

14. apríl 2010

Fimmta hvert heimili á Íslandi í greiðsluvanda

Í nýju mati Seðlabanka Íslands á skuldastöðu heimilanna kemur fram að ríflega fimmta hvert heimili hér á landi eða tæp 24.000 heimili eru líkleg til þess að vera í greiðsluvanda þrátt fyrir þær almennu aðgerðir sem stjórnvöld hafa ráðist í til...

13. apríl 2010

Við verðum að læra svo þetta gerist aldrei aftur

Forseti Alþýðusambandsins ber mikið lof á skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og skýrslu vinnuhóps um siðferði og starfshætti, þó hann segi innihaldið oft á tíðum sláandi. Greinilegt sé að svokallaðir eigendur hafi farið ránshendi um bankanna ...

Fréttasafn