Fréttasafn

26. febrúar 2010

Vel heppnaður stefnumótunarfundur um lífeyrismál

Í síðustu viku blés ASÍ til tveggja daga stefnumótunarfundar um lífeyrismál á Selfossi. Mæting á fundinn var afar góð og mættu fulltrúar frá nánast öllum 53 aðildarfélögum ASÍ. Fyrri daginn var boðið upp á fjögur afar áhugaverð erindi en seinni daginn var unnið í hópum með svipuðu fyrirkomulagi og á þjóðfundinum fyrr í vetur. Sú vinna lukkaðist afar vel og voru allir fundargestir virkjaðir í hugmyndavinnu.

25. febrúar 2010

Ályktun miðstjórnar um atvinnu- og efnahagsmál

Miðstjórn ASÍ lýsir áhyggjum af þeirri miklu óvissu sem ríkir um framvindu íslensks efnahags- og atvinnulífs. Dráttur á lausn ICESAVE málsins hefur sett efnahagsáætlun Íslands og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem og afgreiðslu lána frá vinaþjóðum...

25. febrúar 2010

Dökkar horfur í ár en batna á næsta ári

Hagdeild ASÍ kynnti í dag endurskoðaða hagspá fyrir árin 2010-2012. Í endurskoðaðri hagspá hagdeildar ASÍ er gert ráð fyrir meiri samdrætti en spáð var í haust og hægari bata í efnahagslífinu. Enn ríkir mikil óvissa um stóriðjuframkvæmdir og a...

24. febrúar 2010

Verðbólga hækkar í 7,3%

Verðlag hækkaði um 1,15% í febrúar samkvæmt nýrri mælingu á vísitölu neysluverðs sem Hagstofa Íslands birti í morgun og er verðbólga á ársgrundvelli nú 7,3%. Sé húsnæði undanskilið úr vísitölunni hefur verðlag hækkað um 11% á liðnu ári.

17. febrúar 2010

Auglýsing um styrk úr minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar

Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr Minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar til verkefnis er varða íslenskt samfélag og málefni launafólks. Styrkurinn er veittur einu sinni á ári. Umsóknir um styrkinn þurfa að berast fyrir 1. apríl nk. Styrknum ...

16. febrúar 2010

Stefnumótunarfundur um lífeyrismál

Til að bregðast við breytingum í umhverfi lífeyrissjóðanna samþykkti Ársfundur Alþýðusambandsins í október sl. ályktun um heildarendurskoðun á stefnu ASÍ í málefnum lífeyrissjóðanna. Til þess að hefja þessa vinnu hefur ASÍ boðað til tveggja da...

11. febrúar 2010

22% verðmunur á Bónus og Kosti

22% verðmunur reyndist á matvörukörfunni þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslununum sl. þriðjudag. Vörukarfan var ódýrust í Bónus þar sem hún kostaði kr. 14.736 en dýrust í Kosti kr. 17.920, verðmunurinn er 3.184 krónur....

11. febrúar 2010

Krabbamein starfsstétta - fyrirlestur

Næsta föstudag, 12. febrúar munu Hólmfríður Gunnarsdóttir, gestaprófessor við HÍ og Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár halda fyrirlestur sem ber yfirskriftina Ójafnræði í heilsufari – krabbamein starfsstétta. Í fyrirlestri...

10. febrúar 2010

Ályktun miðstjórnar: Við viljum vinna

Atvinnuleysi er böl. Það er því forgangsmál að stuðla með öllum tiltækum ráðum að aukinni atvinnu um leið og við verjum störfin. Alþýðusambandið krefst verklegra framkvæmda til að mæta miklum samdrætti í byggingariðnaði og mannvirkjagerð því þ...

Fréttasafn