Fréttasafn

23. desember 2010

Gleðilega hátíð

Alþýðusamband Íslands sendir félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum hugheilar jólakveðjur með ósk um gleði og farsæld á komandi ári. Skrifstofa ASÍ verður opin milli jóla og nýárs.

22. desember 2010

Mikill verðmunur á kjöti

Allt að 122% verðmunur var á hamborgarhrygg með beini þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í 7 lágvöruverðsverslunum og stórmörkuðum í Reykjavík og Akureyri sl. mánudag.

22. desember 2010

Verðbólgan 2,5% - verðbólgumarkmið næst í fyrsta sinn í 7 ár

Verðlag hækkaði um 0,33% milli nóvember og desembermánaðar samkvæmt nýrri mælingu á vísitölu neysluverðs sem Hagstofa Íslands birti í morgun. Verðbólga á ársgrundvelli er nú við 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans í fyrsta sinn síðan snemma árs...

15. desember 2010

Algengasti verðmunur jólabókanna í ár er 25-50%.

Allt að 160% verðmunur var á nýjum jólabókum þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í 12 verslunum víðsvegar um landið sl. þriðjudag. Skoðað var verð á 43 algengum bókatitlum. Algengast var að fjórðungs til helmings verðmunur væri á milli ver...

15. desember 2010

Evrópuár 2010 gegn fátækt og félagslegri einangrun - lokaráðstefna

Evrópuárið 2010 er tileinkað baráttunni gegn fátækt og félagslegri einangrun. Ísland hefur tekið fullan þátt í verkefninu. Árinu fer senn að ljúka en vinnan heldur áfram. Á lokaráðstefnunni, sem verður í Ráðhúsinu á föstudag, verða kynnt mörg ...

13. desember 2010

Fyrsti samningafundur ASÍ og SA um sameiginleg mál í morgun

Samninganefnd Alþýðusambandsins (landssamböndin, Flóabandalagið og félög með beina aðild) fundaði í morgun með atvinnurekendum. Á fundinum voru rædd drög að viðræðuáætlun auk þess sem ASÍ kynnti kröfugerð í sameiginlegum málum. Niðurstaðan var...

13. desember 2010

Gjöf til minningar um Ingibjörgu R. Guðmundsdóttur

Framsýn- stéttarfélag og Þingiðn, félag iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum færðu á laugardag Krabbameinsfélagi Suður-Þingeyinga að gjöf kr. 200.000,- til minningar um Ingibjörgu R. Guðmundsdóttur fyrrverandi varaforseta Alþýðusambands Íslands.

Fréttasafn