Fréttasafn

31. ágúst 2009

Laun eða starfshlutfall hafa verið skert hjá 35% launafólks

Ríflega þriðjungur eða 35% þeirra sem eru í launaðri vinnu hafa lent í því að laun eða starfshlutfall hefur verið skert frá hruni bankanna í október 2008. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir ASÍ í júní. Flestir eða rúmlega 18% hafa lent í launalækkun, hjá 9% hefur vinnutími verið styttur og 8% hafa orðið fyrir annars konar skerðingu.

28. ágúst 2009

Áframhaldandi hækkun verðlags í ágúst

Verðlag hækkaði um 0,52% í ágúst og mælist verðbólga nú 10,9% á ársgrundvelli. Veikt gengi krónunnar veldur því að verðbólga gengur nokkuð hægar niður en spár gerðu ráð fyrir fyrr á árinu. Hækkanir á fötum og skóm, dagvörum og bensíni hafa nú ...

28. ágúst 2009

Námskeið fyrir stjórnarmenn í lífeyrissjóðum

Fræðsludeild ASÍ hefur í samvinnu við Háskólann í Reykjavík útbúið námsleið fyrir fulltrúa í stjórnum lífeyrissjóða og lífeyrisnefnda á vegum ASÍ. Námskeiði verður haldið 15. – 17. september. Markmið námsins er að efla árangur, ábyrgð og trú...

26. ágúst 2009

Ályktun miðstjórnar ASÍ um greiðsluvanda heimilanna

Vandi heimilanna vex hröðum skrefum dag frá degi. Staða þeirra sem komin eru í greiðsluvanda fer stöðugt versnandi og þeim fjölgar hratt sem ekki sjá framá að geta staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar. Að óbreyttu mun ástandið aðeins...

21. ágúst 2009

Nýr lögfræðingur til starfa á skrifstofu ASÍ

Dalla Ólafsdóttur hefur verið ráðin í lögfræðideild ASÍ. Hún lauk BA prófi í stjórnmálafræði 2002, BA prófi í lögfræði 2006 og Mag.jur prófi í júní 2008. Hún hefur m.a. starfað sem lögfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu, Mörkinni lögmanns...

18. ágúst 2009

Starfsmaður ASÍ kennir við Genfarskólann

Maríanna Traustadóttir jafnréttisfulltrúi á skrifstofu Alþýðusambandsins mun kenna næstu þrjú árin við Genfarskólann. Genfarskólinn er félagsmálaskóli á vegum norrænu verkalýðshreyfingarinnar sem hefur það hlutverk að kynna starfsemi Alþjóðavi...

14. ágúst 2009

Atvinnulausum fækkaði í júlí

Skráð atvinnuleysi hjá Vinnumálastofnun í júlí var 8% sem jafngildir því að 13.756 manns hafi að meðaltali verið án atvinnu í mánuðinum. Atvinnulausum fækkaði að meðaltali um 335 manns frá því í júní. Langtímaatvinnuleysi eykst nú hratt og þei...

13. ágúst 2009

Vonbrigði en kemur ekki á óvart

Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins segir það mikil vonbrigði að Seðlabankinn hafi ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum, það hafi hins vegar ekki komið mikið á óvart. „Miðað við greinargerð Seðlabankans megum við kannski þakka fyri...

13. ágúst 2009

Stýrivextir áfram 12%

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 12,0%. Aðrir vextir Seðlabankans eru einnig óbreyttir.

07. ágúst 2009

Mikill verðmunur á grænmeti

Þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu miðvikudaginn 5. ágúst, kom í ljós að Bónus var með lægsta verðið á 38 vörutegundum af þeim 55 sem skoðaðar voru. Athygli vakti hversu mikill verðmunur er á grænme...

Fréttasafn