Fréttasafn

29. júní 2009

Sumarsýning Listasafns ASÍ

Sumarsýning safnsins samanstendur af verkum eftir listamennina Jón Stefánsson, Jóhannes Sveinsson Kjarval og Svavar Guðnason, þrjá stórmeistara íslenskrar myndlistar. Meðal verkanna á sýningunni eru þekktustu perlur íslenskrar myndlistar, s.s. Fjallamjólk Kjarvals og Einræðisherra Svavars Guðnasonar.

26. júní 2009

Mikill verðmunur á efnalaugum

Allt að 192% verðmunur er á milli efnalauga og þvottahúsa á höfuðborgarsvæðinu að því er fram kemur í verðkönnun sem verðlagseftirlits ASÍ gerði á höfuðborgarsvæðinu fimmtudaginn 25. júní.

25. júní 2009

Mikilvægur áfangi segir forsætisráðherra

“Þetta er afar mikilvægur áfangi og veigamikil forsenda fyrir endurreisnarstarfinu á næstu misserum”, segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. “Hér höfum við fengið siglingakort sem aðilar á almenna og opinbera vinnumarkaðnum hafa ásamt...

24. júní 2009

Verðbólgan hækkar og mælist 12,2% í júní

Verðlag hækkaði um 1,38% í júní og mælist ársverðbólga nú 12,2% samkvæmt nýrri mælingu Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs sem birt var í morgun. Áhrif af hækkun á áfengis- og tóbaksgjaldi og vörugjaldi á díselolíu, sem hækkuð voru nýverið...

22. júní 2009

Boðað til formannafundar ASÍ

Boðað er til fundar formanna aðildarfélaga ASÍ um stöðuna í viðræðum við atvinnurekendur og stjórnvöld um kjaramálin og stöðugleikasáttmála. Fundurinn verður á Grand hóteli við Sigtún þriðjudaginn 23. júní og hefst kl. 15:00. Gert er ráð fyri...

19. júní 2009

Sumarnámskeið fyrir börn

Í yfirliti sem verðlagseftirlit ASÍ tók saman um sumarnámskeið barna kemur fram að mikill verðmunur er á milli einstakra námskeiða sem í boði eru. Mörg af námskeiðunum eru styrkt af sveitarfélögum og velferðasjóði barna.

18. júní 2009

Hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna í lífeyrissjóðum - erindin

Fimmtudaginn 11. júní stóð ASÍ fyrir áhugaverðri ráðstefnu um hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna í lífeyrissjóðum í Þjóðmenningarhúsinu. Á dagskrá voru fróðleg erindi þar sem fjallað var um málefnið út frá ýmsum sjónarhornum. Erindin má sjá hér.

16. júní 2009

Af gefnu tilefni

Vegna ummæla forsvarsmanna Bónuss þess efnis að verðlagseftirlit ASÍ villi fyrir neytendum með því að bera saman ólíkar vörutegundir í könnun sinni, vill verðlagseftirlitið árétta eftirfarandi. Umrædd verðkönnun var framkvæmd í öllum verslunum...

Fréttasafn