Fréttasafn

30. apríl 2009

1. maí hátíðarhöld um land allt

Að vanda mun launafólk á Íslandi vekja athygli á kröfum sínum og minnast sigranna á samkomum um allt land á 1. maí, frídegi verkalýðsins. Búist er við góðri þátttöku á samkomum enda langt síðan íslensk þjóð hefur lifað aðra eins samdráttar tíma og nú. Hér má líta lista yfir nokkrar samkomur sem verða á morgun en kröfugöngunnar niður Laugarveg og fundarins á Austurvelli er getið í sérstakri frétt.

29. apríl 2009

Verðbólgan mælist 11,9%

Verðlag hefur hækkað um 11,9% á síðastliðnum 12 mánuðum samkvæmt nýrri mælingu Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs. Frá því í marsmánuði hækkaði verðlag um 0,45%. Lækkun á markaðsverði húsnæðis á síðustu mánuðum hefur umtalsverð áhrif til ...

28. apríl 2009

Upplýsingar vegna yfirvofandi heimsfaraldurs

Svínaflensa breiðist nú um heiminn og virðist svo sem erfitt verði að hemja útbreiðslu hennar. Þeim mun mikilvægara er fyrir þjóðir heims að skerpa á viðbrögðum sínum til að draga úr áhrifum flensunnar. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) set...

22. apríl 2009

Morgunverðarfundur Starfsendurhæfingasjóðs

Starfsendurhæfingasjóður efnir til morgunverðarfundar þriðjudaginn 28. apríl kl. 8:15 – 10:00 á Grand Hótel Reykjavík. Verður þar m.a. fjallað um hlutverk og áherslur Starfsendurhæfingarsjóðs sem varð til með kjarasamningum í febrúar á síðast...

21. apríl 2009

Rúmlega 5 þúsund króna munur á dekkjaskiptingu

Tæplega 5.600 króna verðmunur getur verið á þjónustu hjólbarðaverkstæða við skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu á dekkjum. Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði hjá 28 þjónustuaðilum á höfuðborgarsvæðinu og á...

16. apríl 2009

Mikil lækkun raunlauna

Raunlaun höfðu lækkað um tæp 10% í febrúar 2009 frá sama mánuði í fyrra, sem er meiri lækkun en sést hefur í a.m.k. 20 ár. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins í dag. Þar segir ennfremur að mikilvægt sé að endurreisn bankakerfsin...

08. apríl 2009

Stýrivextir lækka um 1,5%

Seðlabankinn ákvað í dag að lækka stýrivexti um 1,5% og er þeir nú 15,5%. Stýrivextir hafa því lækkað um 2,5% á þremur vikum en um miðjan mars voru þeir lækkaðir um eitt prósentustig, úr 18% í 17%.

06. apríl 2009

41% verðmunur á matarkörfunni

41% verðmunur reyndist á matvörukörfunni þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í 8 verslunum 2.apríl. Vörukarfan var ódýrust í Bónus þar sem hún kostaði kr. 15.158 en dýrust í Samkaup-Úrval kr. 21.402, verðmunurinn er 6.244 krónur.

06. apríl 2009

Samkomulag um úrræði vegna greiðsluerfiðleika

Á föstudag var undirritað samkomulag milli stjórnvalda og fulltrúa allra lánveitenda fasteignalána hér á landi um samræmd úrræði fyrir einstaklinga og heimili sem eiga í erfiðleikum með að greiða af lánum. Samkomulagið mælir fyrir um að lánve...

Fréttasafn