Fréttasafn

25. febrúar 2009

Samkomulag í höfn um frestun á endurskoðun kjarasamninga

Á fimmta tímanum í dag var skrifað undir samkomulag ASÍ og SA um frestun á endurskoðun kjarasamninga þannig að henni ljúki eigi síðar en fyrir lok júní 2009. Þrátt fyrir frestun er í samkomulaginu ákvæði um að lágmarkslaun hækki í 157 þúsund 1. mars 2009 og önnur ákvæði samninganna koma til framkvæmda, m.a. lenging orlofs.

25. febrúar 2009

Verðbólgan lækkar og mælist nú 17,6%

Verðlag hækkaði um 0,51% í febrúar og mælist ársverðbólga nú 17,6%, að því er fram kemur í nýrri mælingu Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs. Sé horft til síðustu þriggja mánaða má sjá þess glögg merki að verðbólguhraðinn fer nú minnkandi.

25. febrúar 2009

Oft erfitt fyrir neytendur að gera verðsamanburð

Neytendur þurfa í auknum mæli að líta til kílóa- lítra- og stykkjaverðs vöru til að átta sig á því hvar þeir fá mest magn fyrir lægst verð. Það kom skýrt fram við gerð síðustu verðkönnunar ASÍ 17.febrúar. Aðeins 8 vörur af 40 í þeirri könnun...

24. febrúar 2009

Heilbrigðismál í kreppu - hvað er framundan

Fyrstu fundurinn í fundaröðinni "Verjum velferðina" sem Öryrkjabandalagið og Landssamtökin þroskahjálp standa fyrir, verður á Grand hótel á miðvikudaginn og hefst hann kl. 20. Meðal umræðuefna er gjaldtaka í heilbrigðiskerfinu, þak á læknis o...

24. febrúar 2009

Breytingar á útsvari og fasteignagjöldum 2009

Verðlagseftirlit ASÍ hefur tekið saman upplýsingar um breytingar á útsvari og álagningu fasteignagjalda í 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins á árinu 2009. Útsvar hækkar í flestum sveitarfélögum um 0,25 prósentustig á milli ára úr 13,03% í...

23. febrúar 2009

Sjónvarpsauglýsingar ASÍ tilnefndar til ÍMARK verðlauna

Tvær sjónvarpsauglýsingar sem ASÍ lét framleiða sl. haust hafa verið tilnefndar til Lúðursins, íslensku auglýsingaverðlaunanna. Alls voru fimm auglýsingar framleiddar í þessari seríu og tvær þeirra, Heimkoman og Seiðkarlinn, hlutu tilnefningar...

20. febrúar 2009

Ný viðamikil rannsókn - óskýrður launamunur mælist 7%

Konur voru með 17% lægri föst laun en karlar í fyrirtækjum sem tóku þátt í launakönnun ParX í september 2008. Eftir að margvíslegar skýribreytur höfðu verið teknar með í reikninginn stóð eftir að konur voru með rúmlega 7% lægri laun en karlar,...

19. febrúar 2009

Ný könnun á matvöruverði - munur á verslunum oft gríðarlegur

Mikill verðmunur var milli verslana þegar ASÍ kannaði verð í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu þriðjudaginn 17. febrúar. Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni, eða á 28 af þeim 40 vörum sem skoðaðar voru. 10-11 var oftast með h...

19. febrúar 2009

Skuldir heimilanna - ungt fólk í mestum vanda

Skuldir hækka, greiðslubyrði eykst og ráðstöfunartekjur lækka. Þetta er veruleikinn í heimilisbókhaldi flestra fjölskyldna í dag. Staðan veldur mörgum heimilum verulegum vanda en hjá flestum er vandinn þó tímabundinn og úrræði í boði sem gera ...

Fréttasafn