Fréttasafn

27. ágúst 2008

Ályktun miðstjórnar ASÍ um efnahagsmál (1)

Miðstjórn ASÍ lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu efnahagsmála. Verðbólgan mælist nú 14,5% og hefur ekki verið hærri í tæpa tvo áratugi, vextir hærri en heimili og atvinnulíf fá staðið undir og búast má við að atvinnuleysi aukist með haustinu. Kaupmáttur launa dregst hratt saman og skuldsettar fjölskyldur standa frammi fyrir miklum vanda.

27. ágúst 2008

Verðbólgan í ágúst 14,5%

Verðbólga mældist 14,5% í ágústmánuði og hækkaði um 0,9% frá því í júlí samkvæmt nýjum tölum um vísitölu neysluverðs sem Hagstofa Íslands birti í morgun. Hækkun vísitölunnar er að mestu tilkomin vegna hækkana á mat- og drykkjarvörum sem hækka...

22. ágúst 2008

ASÍ blæs til tónleikaveislu á menningarnótt

Það má búast við miklu fjöri í Hafnarhúsinu á laugardagskvöld þegar tvær kyngimagnaðar hljómsveitir rugla saman reitum á tónlistarviðburði sem ekki á sinn líkan hér á landi. Rokksveitin 200.000 naglbítar og Lúðrasveit verkalýðsins taka þar no...

18. ágúst 2008

Að gefnu tilefni

Í tilefni af fréttatilkynningu sem Hagar sendu frá sér sl. föstudag þar sem verðlagseftirlit ASÍ er borið þungum sökum vill Alþýðusambandið koma eftirfarandi á framfæri. Matsgerð sú sem Hagar leggja fram máli sínu til stuðnings getur á engan m...

12. ágúst 2008

Vísbendingar um atvinnuástand

Æ fleiri vísbendingar koma fram um versnandi atvinnuástand. Þetta kemur m.a fram í væntingum stjórnenda um aðstæður í efnahagslífinu svo og í tilkynningum um fjöldauppsagnir. Vísbendingunum ber samt ekki saman í öllum atriðum.

12. ágúst 2008

Verslun eykst meðan hagkerfið kólnar

Velta í dagvöruverslun jókst um 22,2% í júlí síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi og hefur vöxturinn aldrei verið meiri frá því að farið var að mæla smásöluvísitöluna árið 2001. Þetta kemur fram í úttekt Rannsóknarse...

11. ágúst 2008

Vopnahlé og friðarviðræður aðkallandi í S-Ossetíu

Alþjóðalegu verkalýðssamtökin (ITUC) og Evrópusamtök verkalýðsfélaga (ETUC) lýsa yfir miklum áhyggjum af þróun mála í suður Ossetíu og hvetja í nýrri ályktun stríðandi aðila til að setjast að samningaborði áður en átökin magnist enn frekar.

Fréttasafn