Fréttasafn

29. maí 2008

Hagkaup og Nóatún hækka mest

Verðlagseftirlit ASÍ birtir nú breytingar á verði innkaupakörfu heimilisins í stærstu matvöruverslunarkeðjunum 7. vikuna í röð. Mest hækkun á vörukörfu ASÍ milli vikna að þessu sinni var í stórmörkuðunum Hagkaupum og Nóatúni. Í Hagkaupum hækkaði verð körfunnar um 2,1% á milli 3. og 4. viku í maí og í Nóatúni um 1,9%.

28. maí 2008

Ný hagskýrsla ASÍ - Gamanið kárnar

Snörp aðlögun hagkerfisins er framundan og tveggja ára samdráttur í landsframleiðslu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri hagspá Hagdeildar ASÍ.

27. maí 2008

Launavísitalan hækkaði um 0,9% í apríl

Launavísitalan hækkaði um 0,9% í apríl. Síðustu tólf mánuði hefur hún hækkað um 8,2%. Á sama tímabili var verðbólgan um 11,8%. Þetta þýðir að kaupmáttur hefur dregist saman um 3,2% á einu ári.

26. maí 2008

Enn eykst verðbólgan

Verðbólga mældist 12,3% í maí og hækkaði vísitala neysluverðs um 1,4% frá því í apríl. Verðbólga á ársgrundvelli fór síðast yfir 12% í ágúst 1990. Líkt og undanfarna mánuði mælast verðhækkanir á flestum liðum vísitölunnar. Mest áhrif til hækku...

22. maí 2008

Klukkubúðirnar hækka mest

Verð á vörukörfu ASÍ hækkaði mest í klukkubúðunum milli 2. og 3. vikunnar í maí. Mest hækkaði verð körfunnar um 2,2% í Samkaupum-Strax, í 11-11 nam hækkunin tæplega 1% og í 10-11 hækkaði vörukarfan um 0,8%. Í lágvöruverðsverslunum hækkaði verð...

16. maí 2008

Hægist á hækkun matvöruverðs

Verð á vörukörfu ASÍ breyttist lítið í flestum verslunum milli síðustu viku aprílmánaðar og annarar viku maí. Mest hækkaði verð vörukörfunnar í Nóatúni, um 1,9%, í 11-11 um 1,5% og í Samkaupum-Úrval um tæpt 1%. Mest lækkaði verð körfunnar í Ne...

15. maí 2008

Skráð atvinnuleysi 1% í apríl

Skráð atvinnuleysi í apríl var 1% eða að meðaltali 1.717 manns. Þetta er sama hlutfall og í fyrra mánuði þrátt fyrir að fjöldi þeirra sem eru skráðir atvinnulausir sé heldur meiri en þá eða sem nemur um 43 manns.

08. maí 2008

Fjarvistir vegna veikinda jukust 2007 miðað við árin á undan

Starfsmenn voru að meðaltali fjarverandi 8,8 vinnudaga vegna veikinda árið 2007 samkvæmt gagnagrunni Heilsuverndarstöðvarinnar. Starfsmenn á miðjum aldri og eldra er síður fjarverandi vegna veikinda en yngra starfsfólkið og eru yngri aldurshóp...

08. maí 2008

Gott ár í fullorðinsfræðslu

Ársfundur Mímis-símenntunar var haldin 5. maí 2008. Í máli Huldu Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra kom fram að eftir fimm ára rekstur vegnar fyrirtækinu vel. Einstaklingar sem sóttu nám eða námskeið voru 4600 talsins og fækkaði þeim lítillega m...

05. maí 2008

Miklar hækkanir hjá lágvöruverðsverslunum í apríl

Verð á vörukörfu ASÍ hækkaði um 5-7% í lágvöruverðsverslununum milli 2. og 4. vikunnar í apríl. Mest hækkaði verð vörukörfunnar í Bónus um 7,1%, í Nettó nam hækkunin 6,6%, í Kaskó 5,7% og í Krónunni 5,4%. Mun minni breytingar hafa orðið á ver...

Fréttasafn