Fréttasafn

30. apríl 2008

1. maí hátíðarhöld víða um land

Baráttudagur veraklýðsins er á morgun og að vanda verður víða blásið til baráttufunda. Hér eru upplýsingar um hátíðarhöld á nokkrum stöðum auk 1. maí ávarps verkalýðsfélaganna í Reykjavík.

30. apríl 2008

1. maí ávarp Alþjóðasamtaka verkafólks (ITUC )

1. maí 2008 koma milljónir manna saman um heim allan og fagna þeim árangri sem náðst hefur í starfi verkalýðshreyfingarinnar á vegferð sem spannar meira en heila öld. Grundvallargildi um jafnrétti, réttlæti, mannlega reisn og frið sem verkalýð...

30. apríl 2008

Úthlutun úr Minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar fyrir árið 2008

Úthlutað hefur verið úr Minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar fyrir árið 2008. Styrkurinn er ætlaður til rannsókna og útgáfu á verkefnum er varða íslenskt samfélag og málefni launafólks. Alls bárust 12 umsóknir. Styrk að þessu sinni hljóta Ann...

29. apríl 2008

ASÍ kannar verðhækkanir á matvöru milli vikna í apríl

Vörukarfa ASÍ hækkaði hjá öllum matvöruverslunarkeðjum að einni undanskilinni á milli annarrar og þriðju viku aprílmánaðar. Verðhækkanir voru almennt mestar í lágvöruverðsverslunum, af þeim hækkaði karfan minnst hjá Krónunni, um 0,7%, og mest ...

28. apríl 2008

ASÍ og viðskiptaráðuneytið í samstarf um verðlagseftirlit

Ríkisstjórnin hefur falið hagdeild ASÍ að framkvæma sérstakt átak í verðlagseftirliti og fylgjast með þróun vöruverðs með tíðari hætti en áður. Nauðsynlegt er að almenningur fái greinargóðar upplýsingar um verðþróun einstakra aðila á markaði s...

28. apríl 2008

Skelfileg tíðindi fyrir launafólk

Verðbólga er nú 11,8% og hefur ekki mælst meiri í tæpa tvo áratugi. Þetta eru vond tíðindi fyrir launafólk. Í nýgerðum kjarasamningum axlaði launafólk ábyrgð og treysti því að samstaða næðist í samfélaginu um að tryggja stöðugleika og vinna me...

28. apríl 2008

Mesta hækkun verðbólgu í 20 ár

Verðbólga mældist 11,8% í aprílmánuði og hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,4% frá því á mars. Hækkun á verðlagi hefur ekki mælst meiri á milli mánaða frá því í júlí 1988 og er hækkunin umtalsvert meiri en svartsýnustu spár gerðu ráð fyrir...

25. apríl 2008

Launavísitalan hækkaði um 1,2% í mars

Launavísitalan hækkaði um 1,2% í mars sl. Síðustu tólf mánuði hefur hún hækkað um 7,8%. Á sama tímabili hækkaði neysluverðsvísitalan um 8,7%. Þetta þýðir að kaupmáttar launa á almennum og opinberum markaði hefur að meðaltali dregist saman um 0...

25. apríl 2008

Atvinnuþátttakan 81% á fyrsta ársfjórðungi

Atvinnuþátttakan var 81,0% á fyrsta ársfjórðungi ársins. Hún var mun meiri meðal karla en kvenna og langmest meðal fólks á aldrinum 25-54 ára. Árin 2006 og 2007 jókst þátttakan en hefur minnkað á þessu ári.

23. apríl 2008

Hvað vilt´uppá dekk – aftur?

Dagana 11. – 12. apríl var haldin ráðstefnan Hvað vilt´uppá dekk – aftur? þar sem saman komu fimmtíu konur úr verkalýðshreyfingunni og hlýddu á margvísleg erindi fræðikvenna. Þetta er þriðja ráðstefnan sem haldin er á vegum ASÍ og MFA til að...

Fréttasafn