Fréttasafn

30. desember 2008

Blóðsúthellingum mótmælt á útifundi í dag

„Stöðvið fjöldamorðin á Gazaströnd - slítum stjórnmálasambandi við Ísrael" er yfirskrift útifundar sem Ísland-Palestína boðar til í dag, þriðjudag, til að mótmæla blóðsúthellingum á Gaza. Fundurinn verður haldinn á Lækjartorgi og hefst kl. 16. Alþýðusamband Íslands hvetur félagsmenn sína til að sýna stuðning sinn í verki og fjölmenna á útifundinn.

23. desember 2008

ASÍ óskar landsmönnum gleðilegra jóla

Alþýðusamband Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með þökk fyrir samfylgdina á liðnum árum. Skrifstofa ASÍ verður opin milli jóla og nýárs frá kl. 8:15 til 16:00.

22. desember 2008

Verðbólgan 18,1% í desember

Verðbólga mældist 18,1% í desember samkvæmt nýjustu útreikningum Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs.

18. desember 2008

Listasafn ASÍ - Jólakjólar

Nú fer í hönd síðasta sýningarhelgi sýningarinnar Jólakjólar í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Á sýningunni eru 14 rauðir jólakjólar sem jafn margir íslenskir hönnuðir létu sauma sérstaklega fyrir sýninguna, einnig eru þar málverk af konum í ...

18. desember 2008

Mikilvægir sigrar á Evrópuvísu

Evrópuþingið hefur á síðustu dögum staðfest þrjár mikilvægar samþykktir sem miða að því að treysta stöðu launafólks á Evrópuvísu. Um er að ræða endurskoðun á vinnutímatilskipuninni, nýja tilskipun um réttindi starfsmanna starfsmannaleiga og um...

18. desember 2008

Mikil vonbrigði með viðbrögð ríkisstjórnarinnar

Í framhaldi af ályktun miðstjórnar ASÍ um fjárlagafrumvarpið og ráðstafanir í ríkisfjármálum gengu forseti og varaforseti ASÍ á fund oddvita ríkisstjórnarinnar til að kynna þeim áherslur og kröfur ASÍ.

15. desember 2008

Fagfélagið - nýtt félag með langa sögu

Þann 14. desember var haldinn stofnfundur Fagfélagsins. Félagið varð til við sameiningu Félags byggingamanna í Eyjafirði og Trésmíðafélags Reykjavíkur. Samruninn var samþykktur á aðalfundum beggja félaga í apríl sl. Með sameiningu félaganna t...

12. desember 2008

Nýr ,,hátekjuskattur‘‘ á elli- og örorkulífeyrisþega

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að skerða hækkun allra bótaflokka almannatrygginga um 10% að lágmarkstekjuviðmiðun undanskilinni, eða úr 19,9% í 9,6%. Þetta á að sögn ráðherranna að spara ríkissjóði ríflega 4 milljarða króna á næsta ári.

Fréttasafn