Fréttasafn

28. nóvember 2008

Yfirlýsing baráttufundar ASÍ í Reykjavík

Sjöundi og síðasti fundur ASÍ í fundarherferð um landið var haldinn í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í gærkvöldi. Slæmt veður var til þess að hann var færður af Ingólfstorgi og inn í Hafnarhús. Í lok fundarins las Ingibjörg R. Guðmundsdóttir fundarstjóri upp yfirlýsingu fundarins.

27. nóvember 2008

Fundurinn í Reykjavík fluttur í Hafnarhúsið vegna veðurs

Vegna veðurs hefur fyrirhugaður útifundur ASÍ og stéttarfélaganna á höfuðborgasvæðinu verið færður inn í Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Fundurinn hefst kl. 17 eins og áður hafði verið auglýst. Ræðumenn verða Gylfi Arnbj...

26. nóvember 2008

ASÍ með fund á Selfossi í kvöld

Næst síðasti fundurinn í fundarherferð ASÍ um landið fer fram á Hótel Selfossi í kvöld kl. 18. Auk forseta ASÍ mun Margrét Ingólfsdóttir formaður Verslunarmannafélags Suðurlands ávarpa fundinn. Fundarstjóri verður Már Guðnason.

26. nóvember 2008

Verðbólgan 17,1% í nóvember

Verðbólga mældist 17,1% í nóvember og hefur verðlag hækkaði um 1,74% frá því í októbermánuði samkvæmt nýjum tölum sem Hagstofa Íslands birti í morgun um vísitölu neysluverðs.Annan mánuðinn í röð eru það hækkanir á mat- og drykkjarvörum sem haf...

25. nóvember 2008

Opinn fundur ASÍ á Egilsstöðum í kvöld

Fimmti fundurinn í fundarherferð Alþýðusambandsins um landið verður haldinn á Hótel héraði á Egilsstöðum kl. 20 í kvöld. Sem fyrr mun forseti ASÍ ávarpa fundinn og síðar sitja fyrir svörum fundargesta ásamt nokkrum formönnum landssambanda inn...

24. nóvember 2008

Fundarherferðinni framhaldið á Akureyri í dag

Fundarherferð ASÍ um landið undir yfirskriftinni Áfram Ísland - fyrir hag heimilanna heldur áfram á Akureyri í dag. Fundurinn nyrðra verður í Sjallanum og hefst kl. 17:15. Aðalræðumenn fundarins verða Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ og Úlfhil...

20. nóvember 2008

Þriðji fundurinn á Ísafirði í kvöld

Fundarherferð ASÍ heldur áfram í kvöld þegar blásið verður til fundar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði kl. 20. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ mun ávarpa fundinn ásamt Finnboga Sveinbjörnssyni formanni Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Formenn lands...

19. nóvember 2008

Það dregur saman með lágvöruverðsverslunum og öðrum stórmörkuðum

Bónus var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á matvöru í lágvöruverðsverslunum og öðrum stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu í gær, þriðjudag. Nóatún var oftast með hæsta verðið í könnuninni. Vísbendingar eru um að v...

19. nóvember 2008

ASÍ með fund á Akranesi í kvöld

Annar fundurinn í fundarherferð ASÍ um landið fer fram í Grundaskóla á Akranesi kl. 20 í kvöld. Fyrsti fundirinn fór fram í Reykjanesbæ í gærkvöldi og sköpuðust góðar umræður en ljóst er að fólk er mjög uggandi yfir framtíðinni.

Fréttasafn