Fréttasafn

31. október 2008

Ertu að missa vinnuna eða fara í fæðingarorlof - Aðild að stéttarfélagi tryggir mikilvæg réttindi

Þegar sótt er um atvinnuleysisbætur eða greiðslur í fæðingarorlofi, er þér í sjálfsvald sett hvort þú greiðir félagsgjald til stéttarfélags þíns eða ekki. Með því að greiða félagsgjaldið viðheldur þú réttindum þínum hjá félaginu, svo sem réttindum til sjúkradagpeninga og þátttöku í kostnaði vegna sjúkraþjálfunar, líkamsræktar, menntunar auk margs annars.

30. október 2008

Nýtt félag verður til - Verkalýðsfélag Snæfellinga

Nýtt félag innan ASÍ var stofnað þann 22. október s.l. með sameiningu stéttarfélaganna þriggja á Snæfellsnesi; Verkalýðsfélags Stykkishólms, Verkalýðsfélagsins Stjörnunnar í Grundarfirði og Verkalýðsfélags Snæfellsbæjar í eitt félag.

27. október 2008

Verðbólgan náði nýjum hæðum í október

Verðbólga mældist 15,9% í október og hefur verðlag hækkað um 2,2% frá því í septembermánuði. Þetta er mesta verðbólga sem mælst hefur hér á landi síðan vorið 1990. Mest áhrif til hækkunar á verðlagi nú hefur hækkun á mat og drykkjarvörum um 4...

27. október 2008

Innsti kjarninn í efnahagsstefnunni brást, þ.e. gjaldmiðillinn

Ólafur Ísleifsson lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík ávarpaði 8. ársfund ASÍ á fimmtudaginn. Þar sagði hann m.a. að tilraunin frá 2001 sem rekin var í nafni sjálfstæðrar myntar og sjálfstæðrar peningastefnu hafi mistekist herfilega o...

27. október 2008

ASÍ vill að Ísland fari í aðildarviðræður við ESB

Ein stærstu tíðindin á nýafstöðnum ársfundi Alþýðusambands Íslands var samþykkt ályktunar þar sem stjórnvöld eru hvött til að fara í aðildarviðræður við ESB vegna hugsanlegrar inngöngu landsins í sambandið. Það vakti jafnframt athygli að af u...

24. október 2008

Ályktanir samþykktar á 8. ársfundi ASÍ

Ályktanir sem samþykktar voru á 8. ársfundi Alþýðusambandi Íslands má lesa í heild sinni hér. Mestu tíðindin felast í ótvíræðum stuðningi ársfundar ASÍ við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.

24. október 2008

Samkomulag undirritað um gerð staðals um launajafnrétti kynjanna

Grétar Þorsteinsson fráfarandi forseti ASÍ, Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra og Hannes G. Sigurðsson aðstoðar framkvæmdastjóri SA undirrituðu eftir hádegið samning um að fela Staðlaráði Íslands umsjón með gerð staðals um...

24. október 2008

Gylfi Arnbjörnsson er nýr forseti Alþýðusambands Íslands

Niðurstaða í kosningum til forseta Alþýðusambands Íslands liggur fyrir. Gylfi Arnbjörnsson hlaut 166 atkvæði eða 59% atkvæða og er því réttkjörinn forseti ASÍ til næstu tveggja ára. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir hlaut 114 atkvæði eða 41%. 283...

24. október 2008

Forsetakosningarnar hefjast klukkan 10

Eftirvænting ríkir á ársfundi ASÍ vegna forsetakjörs sem hefst klukkan 10. Tveir eru í framboði, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir varaforseti ASÍ og Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri. 290 ársfundafulltrúar eru á kjörskrá. Búist er við að talni...

Fréttasafn