Fréttasafn

29. júní 2007

Sumarsýning – úr safneigninni

Laugardaginn 30. júní verður opnuð í Listasafni ASÍ sýning á verkum í eigu safnsins. Sumarsýningin er í öllu húsinu og spannar breitt tímabil í íslenskri listasögu.

28. júní 2007

96 þing ILO - Alþjóðavinnumálastofnunarinnar

96 þing ILO var haldið í Genf dagana 29. maí til 15. júní s.l. Á þinginu var samþykkt ný alþjóðasamþykkt um réttarstöðu fiskimanna og felst í henni mikil réttarbót fyrir fiskimenn um allan heim.

26. júní 2007

Fríverslun við Kína - ASÍ lýsir áhyggjum sínum

Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, Finnbjörn A. Hermannsson formaður Samiðnar og Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ áttu fund í dag með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra og starfsmönnum ráðuneytisins .

25. júní 2007

Verðbreytingar í verslunum á Austurlandi

Verðlagseftirlit ASÍ birtir nú niðurstöður verðmælinga í verslunum á Austurlandi til þess að meta hvernig lækkanir á virðisaukaskatti og vörugjöldum þann 1. mars sl. skila sér út í verðlag til neytenda á svæðinu.

20. júní 2007

Verðbreytingar á Norðurlandi eystra

Verðlagseftirlit ASÍ hefur á undanförnum mánuðum fylgst náið með verðlagi í matvöruverslunum um land allt til þess að meta hvernig lækkanir á virðisaukaskatti og vörugjöldum þann 1. mars sl. skila sér út í verðlag til neytenda.

15. júní 2007

Vel heppnað þing hjá IN - samband norræns starfsfólks í iðnaði

Yfir 70 manns alls staðar að frá Evrópu sóttu fyrsta þing IN sem haldið var í dag í Reykjavík. Fjallað var um framtíðarsýn hinnar alþjóðlegu verkalýðshreyfingar í hinum ýmsu málaflokkum og mikilvægi þess að stilla saman strengi norrænna landa ...

15. júní 2007

Samkomulag ASÍ og SA um varnir vegna starfstengdrar streitu

Þann 7. júní sl. undirrituðu Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnu­lífsins samkomulag um gildistöku kjarasamnings á Evrópuvísu á milli Evrópu­sambands Launafólks (ETUC) og Evrópusamtaka atvinnurekenda (BUSINESSEUROPE og CEEP) um starfstengda...

13. júní 2007

Atvinnuástandið í maí

Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun voru að meðaltali 1.759 manns skráðir atvinnulausir í maí sl. Þetta svarar til um 1,1% atvinnuleysis sem er jafn hátt hlutfall og í síðasta mánuði en nokkuð minna en á sama tíma í fyrra.

12. júní 2007

Sterkt gengi skilar sér illa til neytenda

Verðbólga mældist 4% í júní og hækkaði vísitala neysluverðs um 0,5% frá því í maímánuði. Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni nú hefur hækkun á kostnaði vegna íbúðarhúsnæðis sem hækkaði um 1,9% milli mánaða og mikil verðhækkun á bensíni og dí...

Fréttasafn