Fréttasafn

21. maí 2007

11. þing ETUC sett í morgun

11. þing ETUC, Evrópusamtaka verkalýðsfélaga var sett í morgun í Sevilla á Spáni. Yfirskrift þingsins er ,,Í sókn; fyrir félagslega Evrópu, samstöðu og sjálfbærni”.

15. maí 2007

Atvinnuástandið í apríl

Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun var skráð atvinnuleysi í apríl 1,1%, sem er heldur minna en bæði í síðasta mánuði og fyrir ári síðan.

15. maí 2007

Drög að nýrri atvinnustefnu

Atvinnumálanefnd ASÍ bauð til vorfundar föstudaginn 11. maí til að kynna tillögur sínar um nýja atvinnustefnu Alþýðusambandsins. Góð mæting var á fundinn en á hann mættu ásamt nefndarmönnum forsvarsmenn aðildarsamtaka ASÍ.

14. maí 2007

Verðbreytingar á Vesturlandi

Verðlagseftirlit ASÍ hefur á undanförunum mánuðum fylgst náið með því hvernig lækkanir á virðisaukaskatti og vörugjöldum þann 1. mars sl.hafa skilað sér út í verðlag til neytenda í verslunum um land allt.

11. maí 2007

Enn mikil verðbólga

Verðbólga mældist 4,7% í maí og hækkaði vísitala neysluverðs um 0,82% frá því í apríl. Hækkunina nú má líkt og undanfarna mánuði rekja til hækkunar á markaðsverði húsnæðis sem hækkaði um 1% frá fyrra mánuði.

07. maí 2007

Ójöfnuður fer vaxandi á Íslandi

Í vorskýrslu hagdeildar ASÍ kemur fram að ójöfnuður hafi farið vaxandi á sl. 10 til 15 árum og þá sérstaklega frá árinu 1995 vegna aukinna fjármagnstekna þeirra tekjuhærri og breytinga á skattkerfinu sem koma þeim tekjuhæstu best.

04. maí 2007

Vel heppnuð námsstefna

Hvað vilt’upp á dekk?Hátt á fjórða tug kvenna frá hinum ýmsu aðildarfélögum ASÍ komu saman á námsstefnu dagana 26.-28. apríl sl. til þess að efla sig í jafnréttisbaráttunni og styrkja tengslanet kvenna í verkalýðsfélögunum. Boðið var upp á ein...

Fréttasafn