Fréttasafn

29. október 2007

Staða miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði (1)

Hver er ávinningur fyrirtækja af atvinnuþátttöku eldra fólks? Annar fundur af þremur í fundarröð á vegum Verkefnisstjórnar 50+ um málefni miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði verður á Grand hóteli 2. nóvember.

22. október 2007

Starfsmenntaverðlaunin 2007

Starfsmenntaráð og Mennt – samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla standa fyrir Starfsmennta-verðlaununum árlega. Tilgangur þeirra er að styðja við nýsköpun og framþróun starfsmenntunar á Íslandi ásamt því að vekja athygli á málefninu.

22. október 2007

Evrópska vinnuverndarvikan 2007

Evrópska vinnuverndarvikan árið 2007 er haldin 22.-26. október. Að þessu sinni beinist hún að álagseinkennum vegna vinnu.

19. október 2007

Sjöunda ársfundi ASÍ slitið

Forseti Alþýðusambandsins, Grétar Þorsteinsson, var rétt í þessu að slíta ársfundi sambandsins 2007.

19. október 2007

Ingibjörg kosin varaforseti ASÍ

Nú fyrir stundu var Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, kosin varaforseti ASÍ til næstu tveggja ára. Auk hennar var Signý Jóhannesdóttir formaður Verkalýðsfélagsins Vöku í framboði.

18. október 2007

Hagdeild ASÍ spáir þokkalegum hagvexti

Í haustskýrslu Hagdeildar ASÍ er birt ný hagspá fyrir árin 2008 og 2009. Spáð er þokkalegum hagvexti, þó að hann dragist eitthvað saman frá því þegar hann var hvað mestur.

18. október 2007

Félagsmálaráðherra við setningu ársfundar

Í ávarpi sínu á ársfundi Alþýðu-sambands Íslands, lýsti Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, yfir áhuga á að eiga samstarf við verkalýðs-hreyfinguna um umbætur á velferðarkerfinu.

18. október 2007

Forseti ASÍ við setningu ársfundar

Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ bauð fundarmenn velkomna á sjöunda ársfund Alþýðusambands Íslands nú fyrir stundu. Hann sagði að framundan væri tveggja daga ströng vinnulota, „auk þess sem við munum nota tækifærið og rifja upp gömul og góð kyn...

18. október 2007

Ársfundur ASÍ 2007 settur

Ársfundur ASÍ 2007 setturBúið er að setja ársfund ASÍ 2007. Við upphaf fundarins söng Jóhann Friðgeir Valdimarsson nokkur hugljúf lög við undirleik Jónasar Þóris. Að því loknu setti Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ fundinn.

Fréttasafn