Fréttasafn

21. desember 2007

Skattleysismörkin hækka

Þann 1. janúar 2008 hækkar persónuafsláttur einstaklinga um 5,86% eða 1.884 kr.

21. desember 2007

Sjómenn á smábátum semja

Fyrr í dag var undirritaður kjarasamningur milli samtaka sjómanna annars vegar og Landssambands smábátaeigenda hins vegar. Kjarasamningurinn tekur gildi 1. janúar 2008. Fram til þessa hefur ekki verið í gildi kjarasamningur fyrir sjómenn á smá...

20. desember 2007

Mikilvæg réttindi vinnandi fanga viðurkennd

Umboðsmaður Alþingis fellst á sjónarmið ASÍ um slysatryggingar og félagsleg réttindi fanga sem stunda launuð störf innan fangelsa meðan á afplánun stendur.

19. desember 2007

Innan við 4 kr. verðmunur á Krónunni og Bónus í 23 af 28 tilfellum

ASÍ gerði könnun á jólamatnum í hádeginu í dag, miðvikudag. Mikill verðmunur reyndist milli einstakra vara og einstakra verslana. Það vekur þó athygli að það munar innan við 4 krónum á einstökum vörum í Krónunni og Bónus í 23 skiptum af þeim 2...

18. desember 2007

Dómur fellur í sænska Laval málinu

Í dag kvað Evrópudómstóllinn upp dóm í svokölluðu Laval máli. Í því var tekist á um rétt sænskra verkalýðsfélaga til þess að beita verkfallsaðgerðum til þess að þvinga evrópskan þjónustuveitanda með staðfestu utan Svíþjóðar til þess að gera kj...

14. desember 2007

ASÍ mótmælir útúrsnúningi Samtaka atvinnulífsins

Alþýðusamband Íslands hefur ítrekað krafist þess að meginefni samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 158 um rökstuddar uppsagnir verði innleidd hér á landi. Það er skoðun ASÍ að það séu fólgin í því grundvallar mannréttindi og almenn ku...

14. desember 2007

Atvinnuástandið í nóvember

Skráð atvinnuleysi í nóvember var 0,8% eða jafn mikið og í síðustu tveimur mánuðum á undan. Fjöldi skráðra atvinnulausra eykst reyndar örlítið milli mánaða eða um sex manns. Atvinnuleysið stóð í stað á höfuðborgarsvæðinu en jókst um 0,1 prósen...

12. desember 2007

Forysta ASÍ fundaði með ríkisstjórn

Forysta Alþýðusambands Íslands gekk á fund ríkisstjórnarinnar í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag til að kynna áherslur ASÍ gagnvart stjórnvöldum í kjaraviðræðunum sem framundan eru.

12. desember 2007

Evrópudómstóllinn styður grundvallarréttindi launafólks

Evrópusamtök launafólks (ETUC) hafa fagnað niðurstöðu Evrópudómstólsins sem staðfestir að verkfallsréttur launafólks hafi stöðu grundvallarréttinda sem njóti viðurkenningar samkvæmt alþjóðalögum og lögum Evrópusambandsins.

12. desember 2007

Verðbólgan 5,9% í desember

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,68% milli mánaða og er ársverðbólgan því nú 5,9%. Það vekur athygli að jafnvel þó húsnæðisliðnum sé slept þá er hækkunin milli mánaða sú sama.

Fréttasafn