Vikan hefur annars einkennst af viðræðum við stjórnvöld og óteljandi önnur samtöl, formleg og óformleg um hvernig hægt er að ná sem bestum kjarabótum í viðræðunum sem nú standa yfir.
VIRK, Landlæknir og Vinnueftirlitið standa fyrir morgunfundi kl. 8:30-10 á Grand Hótel fimmtudaginn 21. febrúar um mikilvægi þess að auka vellíðan á vinnustöðum.
"Fjármögnum aðgerðaráætlun gegn mansali, komum á keðjuábyrgð, stöðvum kennitöluflakk, styrkjum útboðsskilyrði og þéttum og samræmum eftirlit og aðgerðir gegn brotafyrirtækjum," segir Drífa Snædal í föstudagspistli sínum í dag.
Miðstjórn ASÍ skorar á stjórnvöld að stofna óhagnaðardrifinn samfélagsbanka enda er almenningur langþreyttur á skorti á samkeppni á fjármálamarkaði, miklum kostnaði og háu vaxtastigi hér á landi.