Útgáfa

Alþýðusamband Íslands gefur út mikið af efni tengt vinnumarkaði og hagsmunamálum launafólks á hverju ári auk þess að halda úti heimasíðu, Facebooksíðu og gefa út rafrænt fréttabréf yfir vetrarmánuðina. Heimasíða ASÍ er helsti fjölmiðill sambandsins og þar er að finna mikið magn upplýsinga um vinnumarkaðinn, réttindi og skyldur launafólks og fréttir af vettvangi ASÍ og af málefnum sem snerta launafólk.
Af útgefnu efni ber Skýrslu forseta Alþýðusambandsins hæst en þar er um ígildi ársskýrslu að ræða. Skýrsla forseta kemur út í október í tengslum við þing Alþýðusambandsins og formannafundi. Vinnan, tímarit Alþýðusambandsins kemur út í stóru upplagi 1. maí en útgáfa blaðsins hefur verið nær óslitin frá árinu 1943. Árið í hnotskurn er yfirlitsrit í stóru broti yfir það helsta sem bar til tíðinda í starfi Alþýðusambandsins það árið auk þess gefur ASÍ út smærri bæklinga og skýrslur.