3. Um framkvæmdastjóra og starfsmenn 

3.1 Almennt

Aðildarsamtökin geta ráðið sér framkvæmdastjóra og/eða aðra starfsmenn eða aðildarsamtök til þess að annast rekstur, framkvæmd ákvarðana sinna og til að sinna daglegum verkefnum. Skriflegir ráðningarsamningar skulu gerðir við alla starfsmenn. 

Formaður stjórnar hefur með höndum daglega stjórn, undirbúning funda, annast framkvæmd ákvarðana og annarra málefna svo sem bréfasamskipti, samskipti við félagsmenn og atvinnurekendur.

Varaformaður er staðgengill formanns. Gjaldkeri hefur eftirlit með fjárreiðum félagsins en annast ekki bókun reikninga. Ritari ber ábyrgð á færslu fundargerða.

3.2 Laun stjórnarmanna 

Laun og starfskjör formanns og annarra stjórnarmanna skulu ákveðin með formlegum hætti.  
Þóknun vegna sérstakra, umfangsmikilla eða tímabundinna verkefna skal ákveðin með sama hætti.

3.3 Launanefnd stjórnar

Stjórn skal skipa sérstaka 3ja manna launanefnd sem fer með ákvarðanir um laun og starfskjör formanns og annarra stjórnarmanna. Nefndin skal jafnframt leggja til við stjórn almenna starfskjarastefnu félagsins vegna annarra starfsmanna.

3.4 Sé ráðinn framkvæmdastjóri 

Við ráðningu framkvæmdastjóra skal stjórn fjalla um og ákveða starfssvið hans og valdheimildir. Í starfslýsingu skal m.a. fjallað um:

  • Seturétt á stjórnarfundum, félags– og aðalfundum og hvaða réttindi framkvæmdastjóri fer með á þeim, þ.m.t. málfrelsi og tillögurétt. 
  • Undirbúning funda og framkvæmd ákvarðana og hvernig samráði skuli hagað í því efni við formann og/eða stjórn. 
  • Prókúru fyrir félagið og framsal hennar. 
  • Hvernig staðið skuli að undirritun skjala varðandi kaup og sölu fasteigna, lántökur og ábyrgðir, svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykktar hafa verið í stjórn.
  • Stjórnun á daglegri starfsemi, þ.m.t. starfsmannastjórn.
  • Ráðningu annarra starfsmanna í samráði við formann og í samræmi við reglur stjórnar og heimiluð starfsgildi. Gerir við þá ráðningarsamning sem kveður á um starfssvið þeirra sem og ráðningarkjör enda falli þau innan samþykkts fjárhagsramma og starfskjarastefnu stjórnar félagsins. Sömu reglur gilda um slit ráðningarsamnings. 
  • Störf í þágu þriðja aðila, þ.m.t. setu í stjórnum og ráðum stofnana og fyrirtækja.

3.5 Starfskjör, réttindi og skyldur starfsmanna

Um starfskjör, réttindi og skyldur starfsmanna fer eftir ákvæðum kjarasamninga hverju sinni og ákvæðum ráðningarsamninga.

Efnisyfirlit

Var efnið hjálplegt?