2. Réttindi og skyldur stjórnarmanna

2.1. Mæting á fundi o.fl. 

Stjórnarnarmanni ber skylda til að sækja alla boðaða fundi, nema lögmæt forföll hamli. Stjórnarmanni ber að sinna þeim störfum sem hann hefur verið kjörinn til eða stjórn felur honum og varða verkefni á viðkomandi stjórnstigi nema vanhæfi eða óviðráðanlegar ástæður hamli.

2.2. Afstaða til einstakra mála, hæfi o.fl.

Stjórnarmaður er einungis bundinn af landslögum sem og lögum þeirra félagseiningar sem hann sinnir stjórnarstörfum í,  sannfæringu sinni um afstöðu til einstakra mála. Honum ber að gegna störfum af alúð og samviskusemi.
Um hæfi í einstökum málum fer skv. almennum hæfisreglum stjórnsýslulaga.

2.3. Aðgangur að gögnum

Stjórnarmenn í aðalstjórn hafa vegna starfa sinna aðgang að fjárhagslegum upplýsingum, skuldbindingum, fundargerðarbókum og skjölum stjórnar nefnda og ráða á vörslustað þeirra. Stjórnarmenn einstakra eininga hafa sambærilegan aðgang að gögnum sem tilheyra stjórnstigi þeirra. 

2.4. Fundargerðir

Að jafnaði skal færa fundargerðir af fundum í þar til gerða fundargerðarbók. Heimilt er þó að færa fundargerðir rafrænt enda séu pappírseintök þeirra varðveitt með öruggum hætti. 

Telji stjórnarmaður það nauðsynlegt á hann rétt á að athugasemdir og afstaða hans sé færð til bókar. 

Fundargerðir stjórnar-, félags-, aðal- og ársfunda eða þinga skulu undirritaðar og staðfestar í samræmi við fundarsköp.

2.5. Réttindi og skyldur varamanna

Öll ofangreind ákvæði, nema annað sé sérstaklega tekið fram, eiga einnig við um varamann sem tekur sæti aðalmanns í forföllum hans. Taki varamenn reglulega þátt í störfum stjórnar fer um réttindi þeirra og skyldur með sama hætti og aðalmanna.

 

Efnisyfirlit

Var efnið hjálplegt?