4. Umræður

4.1

Hver þingfulltrúi sem taka vill til máls skal óska heimildar þingforseta samkvæmt þeim reglum sem þingforseti ákveður.
Ef tveir eða fleiri þingfulltrúar kveða sér hljóðs samtímis ákveður þingforseti í hvaða röð þeir tala.

4.2

Þingfulltrúi skal ávallt mæla úr ræðustól og jafnan víkja ræðu sinni til þingforseta og fundarins.

4.3

Forseti má taka til máls eins oft í umræðum um skýrslu forseta og hann óskar. Frummælendur meiri- eða minnihluta nefndar mega taka til máls þrisvar sinnum um málefni það er þeir flytja, að hámarki 10 mín. í senn.

Aðrir þingfulltrúar mega ekki tala oftar en tvisvar við sömu umræðu um sama mál og í 10 mínútur í senn.

Þó er jafnan heimilt að gera stutta athugasemd um atkvæðagreiðslu, fundarstjórn eða þingsköp.

Tillöguflytjanda er heimilt að taka til máls í lok umræðu um viðkomandi tillögu, þó ekki lengur en í 5 mínútur. Regla þessi gildir um einn einstakling úr hópi tillöguflytjenda séu tillöguflytjendur fleiri en einn.

4.4

Ef þingforseti telur umræðu dragast úr hófi fram getur hann lagt til að ræðutími frummælanda meiri- eða minnihluta nefndar verði eigi lengri en 5 mínútur.

Þá getur þingforseti hvenær sem er lagt til að umræðum skuli lokið á ákveðnum tíma.

Sambandsþingið afgreiðir tillögur þingforseta í þessu efni umræðulaust.

Þingfulltrúar geta borið fram slíka tillögu enda sé hún skriflega studd með undirritun ekki færri en 10 þingfulltrúa. Skal tillagan afgreidd umræðulaust.

4.5

Skylt er þingfulltrúum að lúta valdi þingforseta í hvívetna er að því lýtur að gætt sé góðrar reglu. Láti þingfulltrúar sem vikið hafa frá góðri reglu eigi segjast skal þingforseti víta þá og nefna til ástæður. Ef þingfulltrúi er víttur tvisvar á sama fundi getur þingforseti lagt til við fundinn að hann verði sviptur málfrelsi það sem eftir lifir fundar. Skal sú tillaga afgreidd umræðulaust.

Efnisyfirlit

Var efnið hjálplegt?