3. Nefndir

3.1

Á sambandsþingum starfar dagskrárnefnd sem skipuð er forseta og varaforsetum sambandsins auk þingforseta og varaþingforsetum.
Forfallist forsetar sambandsins tilnefnir miðstjórn fulltrúa úr sínum hópi í dagskrárnefndina.

Dagskrárnefnd undirbýr dagskrá funda sem byggð skal á þeim málum sem lögð eru fyrir þing skv. 24 og 50. gr. laga ASÍ og gerir tillögur um þær málefnanefndir sem starfa á sambandsþinginu. Jafnframt skal hún gera tillögu um hver skuli stjórna störfum hverrar nefndar og um nefndarritara. Þingfulltrúar skrá sig starfa í einstökum nefndum og fara með atkvæðisrétt í störfum þeirra.

3.2

Á sambandsþingi skal kjósa kjörnefnd skipaða 9 fulltrúum, sem starfi milli sambandsþinga og þar til kosningu er lokið. Kjörnefnd skal leggja fram tillögur um uppstillingu til þeirra starfa sem þing kýs til nema annað sé tekið fram í þingsköpum þessum.

3.3

Sambandsþingið stofnar aðrar nefndir á hvaða stigi máls sem er, gefist tilefni til. Sé það gert áður en umræðum er lokið, skal umræðum frestað.

3.4

Nefndir skili skriflegu áliti sínu til þingsins og skal því dreift til þingfulltrúa skriflega eða það  birt á aðgengilegan hátt með rafrænum hætti.

Sé ekki eining um niðurstöðu nefndar geta þau sem að séráliti standa skipað sér frummælanda sem hefur sama rétt og frummælandi meirihluta við umræður á fundum, enda sé séráliti skilað skriflega og það stutt skriflega af ekki færri en 15 þingfulltrúum sbr. gr. 5.5.

Efnisyfirlit

Var efnið hjálplegt?