II. Kafli – Skil á mati á framtíðarstöðu

6. gr.

Samkvæmt 3.mgr. 49.gr. laga ASÍ ber aðildarfélögum ASÍ reglulega að skila til skrifstofu ASÍ mati á framtíðarstöðu sjúkrasjóða sinna, í fyrsta sinn 2007 vegna reikningsársins 2006 og síðan á fimm ára fresti.

7. gr.

Skrifstofa ASÍ gerir Skipulags- og starfsháttanefnd grein fyrir innsendum matsniðurstöðum ásamt tillögu sinni um afgreiðslu.

8. gr.

Verði veruleg vanhöld á skilum aðildarfélags eða beri mat á framtíðarstöðu með sér, að sjúkrasjóður geti ekki staðið við skuldbindingar sínar skv. 49.gr. laga ASÍ eða verulegar athugasemdir eru við stöðu og/eða reikningshald sjóðsins skal Skipulags- og starfsháttanefnd þegar í stað gera miðstjórn aðvart. Um málsmeðferð eftir það fer skv. starfsreglum um framkvæmd 11.gr. laga ASÍ.

Þannig samþykkt í miðstjórn ASÍ 9.1 2013. Samhliða falla úr gildi „Starfsreglur vegna umsagna og afgreiðslu á reglugerðum sjúkrasjóða“ frá 24.5 2006.

Efnisyfirlit

Var efnið hjálplegt?