Reglur um greiðslur úr Vinnudeilusjóði ASÍ

Reglurnar

Reglur þessar eiga við um umsóknir um greiðslur úr Vinnudeilusjóði ASÍ. Megintilgangur Vinnudeilusjóðs ASÍ er að styrkja stöðu ASÍ sem heildarsamtaka í deilum og hugsanlega átökum við atvinnurekendur og eftir atvikum í átökum við stjórnvöld vegna stórra sameiginlegra hagsmuna allra aðildarsamtakanna. Þetta getur einnig átt við þegar einstök aðildarsamtök ASÍ fara í verkfallsaðgerðir fyrir hönd aðildarsamtakanna til þess að ná fram sameiginlegum hagsmunum hreyfingarinnar allrar. Við þær aðstæður er heimilt að deila kostnaði einstakra aðildarsamtaka með öðrum aðildarsamtökum í gegnum Vinnudeilusjóð ASÍ.

Greinargerð

Engin bein ákvæði er að finna í lögum ASÍ um Vinnudeilusjóð ASÍ eftir að 2. mgr. 45. gr. var felld úr lögum þess um miðjan síðasta áratug þegar stöðu sjóðsins í samstæðureikningi Alþýðusambandsins var breytt.

Aðrar reglugerðir og reglur

Var efnið hjálplegt?