Reglur um boðun varamanna á fundi miðstjórnar ASÍ

Við boðun varamanna á miðstjórnarfundi skulu eftirfarandi reglur viðhafðar:

  1. Miðstjórnarmenn tilkynni forföll á miðstjórnarfundum til skrifstofu Alþýðusambandsins eins fljótt og kostur er. Slíkt auðveldar mjög boðun varamanna.
  2. Megin reglan er sú að miðstjórnarmaður sem forfallast láti skrifstofu ASÍ vita þegar hún/hann tilkynnir forföll, hvaða varamann skuli boða í staðinn. Þetta fyrirkomulag er einfaldast og skilvirkast í framkvæmd.
  3. Óski miðstjórnarmaður sem forfallast ekki eftir að neinn sérstakur sé boðaður í hans stað, verða varamenn boðaðir eftir þeirri röð sem þeir eru skráðir skv. tillögu kjörnefndar eða kosnir ef um kosningu er að ræða. Byrjað er að boða þann sem er fremstur á listanum og síðan haldið niður listann. Þessi aðferð er framkvæmd þannig að farið er alla leið niður listann áður en sá fremsti er boðaður öðru sinni. Reglan sbr. tölulið 2 hér að framan hefur ekki áhrif á framkvæmdina hér.

 Samþykkt í miðstjórn ASÍ 5. september 2001 (uppfært í október 2014)

Aðrar reglugerðir og reglur

Var efnið hjálplegt?