Reglugerð um greiðslu ferðakostnaðar þingfulltrúa og vegna formannafunda

1. grein

Alþýðusamband Íslands endurgreiðir aðildarfélögum sínum ferðakostnað vegna atkvæðisbærra fulltrúa þeirra á sambandsþingi sbr. 2.mgr. 26.gr. laga ASÍ. Sama gildir um fulltrúa á formannafundi sem haldinn er skv. 35. gr. og 2.mgr. 42.gr. laga ASÍ.

2. grein

Réttur til endurgreiðslu skv. 1. grein skapast einungis vegna fulltrúa aðildarfélaga sem búsettir eru utan Reykjavíkurkjördæmanna og Suð-Vestur kjördæmisins. Sé sambandsþing haldið utan þeirra kjördæma skal miðstjórn leggja fyrir sambandsþing tillögu um rétt til endurgreiðslu.

3. grein

Endurgreiðsla miðast kílómetragjald skv. viðmiðunarreglum Ríkisskattstjóra eða flugfargjald skv. samningum ASÍ við flugrekstraraðila eins og þeir eru á hverjum tíma.

4. grein

Þingfulltrúar, eða aðildarfélög vegna fulltrúa sinna, sem leggja út fyrir ferðakostnaði sínum skulu fylla út eyðublað sem ASÍ leggur til og liggja skal frammi á sambandsþinginu. ASÍ skal ganga frá greiðslu innan 30 daga frá því að krafa um greiðslu berst. Sama regla gildir varðandi formannafundi.

5. grein 

Ferðakostnaður vegna formannafunda sem haldnir eru í tengslum við gerð eða endurskoðun kjarasamninga á grundvelli 1.mgr. 42.gr. laga ASÍ er ekki endurgreiddur.

Reglugerð þessi er sett skv. 2. mgr. 26. gr. og hvað formannafundi varðar skv. 36. gr. laga ASÍ af miðstjórn þann 12.12 2012.

Aðrar reglugerðir og reglur

Var efnið hjálplegt?