Lög og reglugerðir

Alþýðusamband Íslands eru stærstu samtök launafólks á Íslandi. Aðildarsamtökin fara hins vegar með hið raunverulega vald þ.e. kjarasamningsréttinn en þau sameinast um ASÍ sem heildarsamtök og samráðsvettvang. Hlutverk sambandsins er skv. 3.gr. laga ASÍ eftirfarandi:

  • Að hafa forystu í stéttarbaráttu launafólks, koma fram fyrir hönd aðildarfélaga í sameiginlegum málum gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum, innanlands og á alþjóðavettvangi. Móta og samræma heildarstefnu samtakanna í atvinnu-, mennta-, umhverfis- og kjaramálum.
  • Að samræma og tryggja framkvæmd þjónustu aðildarfélaganna við félagsmenn þeirra.
  • Að standa að gerð kjarasamninga um sameiginleg mál sem aðildarsamtökin fela sambandinu skv. 9. gr.
  • Framkvæmdir í þessu skyni annast aðildarfélögin sjálf, eða sambönd þeirra í umboði félaganna ásamt ársfundi og miðstjórn Alþýðusambandsins.

Ramminn utan um þetta hlutverk eru lög ASÍ. Þau veita ársfundi og/eða miðstjórn síðan heimildir til þess að kveða nánar á um ýmsa þætti með reglugerðum og reglum. Miðstjórn hefur og samþykkt fyrir sitt leyti ýmsar starfsreglur um starfsemi sambandsins auk þess sem samþykktar hafa verið veigamiklar viðmiðunarreglur um fjármál og bókhald aðildarsamtakanna og um stjórnarhætti og ábyrgð stjórna þeirra og starfsmanna.

Lög Alþýðusambands Íslands

Samþykkt á 39. þingi ASÍ árið 2000
með síðari breytingum, síðast á 43. þingi 2018

Var efnið hjálplegt?