ASÍ-UNG

ASÍ-UNG eru samtök ungs fólks innan verkalýðshreyfingarinnar sem sér til þess að hagsmunamál ungra Íslendinga á vinnumarkaði séu ávallt á dagskrá Alþýðusambandsins.

Af hverju ASÍ-UNG?

Félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eru um 110 þúsund. Stór hluti þess hóps er á aldrinum 18-35 ára en á þeim aldri er ungt fólk að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum, öðlast mikilvæga starfsreynslu, stofna fjölskyldur og kaupa íbúðarhúsnæði svo eitthvað sé nefnt.

Helstu verkefni ASÍ-UNG

Meðal helstu verkefna ASÍ–UNG er að kynna ungu fólki á vinnumarkaði réttindi þeirra og skyldur og starfsemi stéttarfélaganna, beita sér í málaflokkum sem snerta ungar barnafjölskyldur og standa vörð um sjónarmið ungs fólks gagnvart stjórnvöldum. Þá er ASÍ-UNG ætlað að tryggja að hugað sé að stöðu og hagsmunum ungs launafólks í stefnu verkalýðshreyfingarinnar og að rödd unga fólksins heyrist í starfi og stefnumótun stéttarfélaganna.

Stjórn ASÍ-UNG

Stofnþing ASÍ–UNG 2011

Stofnþing ASÍ-UNG var haldið í sal Rafiðnaðarskólans 27. maí 2011. 28 fulltrúar sátu þingið auk gesta sem viðstaddir voru setninguna.

.

.

Þing ASÍ–UNG 2016

Fjórða þing ASÍ-UNG var sett í Rafiðnaðarskólanum, Stórhöfða 27, föstudaginn 23. september 2016.

.

Þing ASÍ-UNG 2014

Þing ASÍ-UNG var haldið 12. september 2014 í Guðrúnartúni 1, 4. hæð. Hér á síðunni má nálgast umræðuskjöl og gögn er varða þingið.

.

Þing ASÍ–UNG 2012

Þing ASÍ-UNG var haldið föstudaginn 14. september nk. í sal Rafiðnaðarskólans að Stórhöfða 27.

Var efnið hjálplegt?