Um ASÍ

Skrifstofa ASÍ

Forseti ASÍ er Drífa Snædal
1. varaforseti er Vilhjálmur Birgisson
2. varaforseti er Kristján Þórður Snæbjarnarson 

Skipting skrifstofu ASÍ í málefnasvið birtir áherslur í starfi sambandsins:

Framkvæmdastjóri
Sinnir öllum daglegum rekstri og samskiptum við aðildarfélög og sambönd.
Forseti: Drífa Snædal
Framkvæmdastjóri: Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir
Aðstoðarframkvæmdastjóri: Halldór Grönvold
Gjaldkeri: Ása Jónsdóttir
Fulltrúi: Ástríður Andrésdóttir
Fulltrúi: Sif Ólafsdóttir
Bókari: María S. Haraldsdóttir
Matráður: Hanna Laufey Elísdóttir
 

Upplýsinga- og kynningardeild 
Yfirumsjón með almennri upplýsingamiðlun Alþýðusambandsins. Undir deildina falla m.a. heimasíða, samfélagsmiðlar, sjónvarp ASÍ, útgáfumál, kynningarefni og ritstjórn Vinnunnar og Skýrslu forseta (ársrit ASÍ). 
Deildarstjóri: Snorri Már Skúlason

MFA fræðsludeild
Er með námskeið í boði fyrir talsmenn stéttarfélaga. MFA greinir reglulega þarfir fyrir fræðslu og þekkingu og einnig sinnir hún fræðsluráðgjöf um námskeiðahald. Deildin gerir og gefur út námsefni.
Deildarstjóri: Eyrún Björk Valsdóttir
Sérfræðingur: Bergþóra Hrönn Guðjónsdóttir                          
Sérfræðingur: Guðmundur Hilmarsson
Sérfræðingur: Guðrún Edda Baldursdóttir
Verkefnastjóri: Sigurlaug Gröndal 
 

Hagdeild
Sinnir rannsóknum og ráðgjöf á sviði kjara- og efnahagsmála almennt. Deildin fæst m.a. við ráðgjöf við gerð kjarasamninga, velferðarmál, atvinnumál, verðlagsmál, vinnuvernd, umhverfismál og hagræðingarstarfsemi.
Deildarstjóri: Henný Hinz
Hagfræðingur: Róbert Farestveit
Hagfræðingur: Þórir Gunnarsson
Verkefnastjóri verðlagseftirlits: Auður Alfa Ólafsdóttir

Lögfræðideild
Sinnir ráðgjöf og þjónustu á sviði vinnuréttar og skipulags verkalýðshreyfingarinnar.
Deildarstjóri: Magnús Norðdahl, hrl. 
Lögfræðingur:  Halldór Oddsson hdl. 

Félagsmáladeild
Fæst við rannsóknir, ráðgjöf og þjónustu á sviði félagsmála, vinnumarkaðsmála, menntamála og jafnréttismála.
Deildarstjóri: Halldór Grönvold
Sérfræðingur í vinnustaðaeftirliti: María Lóa Friðjónsdóttir
Sérfræðingur í jafnréttismálum: Maríanna Traustadóttir
 

Starfs- og fjárhagsáætlun ASÍ 2019

Hvaða starf er unnið á skrifstofu ASÍ?

Hagdeild ASÍ birtir hagspá um stöðu og þróun efnahagsmála þrisvar á ári og verðbólguspá eins oft og þurfa þykir. Í deildinni eru rannsóknir unnar og leitast við að skapa nýja þekkingu. Dæmi um þetta er þróun haglíkans og samanburður á launakostnaði hér á landi og í nágrannalöndunum. Verðlagseftirlit ASÍ kannar reglulega verð á matvöru og ýmiskonar þjónustu í þeim tilgangi að efla neytendavitund og ekki síður til að veita fyrirtækjum og stofnunum aðhald. Hagdeildin stendur fyrir opnum fundum um atvinnumál og starfsmenn hennar eiga sæti í opinberum nefndum um velferðar- og lífeyrismál.

Lögfræðideild ASÍ sinnir lögfræðilegri ráðgjöf fyrir miðstjórn, forystu og forystumenn Alþýðusambandsins. Lögfræðingar ASÍ gera umsagnir um þingmál auk lögfræðilegrar ráðgjafar við aðildarsamtök ASÍ og aðrar deildir sambandsins eftir því sem við á. Deildin heldur utan um þróun og eftirlit með skipulagi ASÍ undir verkstjórn miðstjórnar og fastanefnda. Lögfræðideildin tekur virkan þátt í félagslegri fræðslu á vegum ASÍ, annast um öflugan og stóran vinnuréttarvef ASÍ en vinnur auk þess að rannsóknum og útgáfu á sviði vinnuréttar.

Félagsmáladeild ASÍ sinnir vinnumarkaðsmálum í víðum skilningi. Allt frá úrbótum á lögum um atvinnuleysistryggingar og virkum vinnumarkaðsúrræðum fyrir atvinnuleitendur yfir í baráttu fyrir auknum réttindum fólks í fæðingar- og foreldraorlofi. Vinnuvernd er einnig á verkefnasviði félagsmáladeildar auk jafnréttis- og fjölskyldumála. Þá vinnur deildin að stefnu ASÍ í umhverfismálum.

Fræðsludeild ASÍ heldur utan um félagslega fræðslu innan verkalýðshreyfingarinnar. Félagsmálaskóli alþýðu skipuleggur námskeið og fræðslu út frá þörfum og aðstæðum aðildarfélaga ASÍ og BSRB. Skólastjórinn, sem er starfsmaður ASÍ, sinnir ráðgjöf við stéttarfélög varðandi uppbyggingu fræðslu og hvernig þau geta nýtt sér hana til að efla og móta starfið. Þá skipuleggur og heldur fræðsludeildin úti fjölþættum trúnaðarmannanámskeiðum.

Upplýsinga- og kynningardeild ASÍ hefur umsjón með heimasíðu ASÍ. Heimasíðan er gluggi Alþýðusambandsins út á við þar sem finna má mikið magn frétta, upplýsinga og fróðleiks um vinnumarkaðinn, vinnurétt og réttindamál svo eitthvað sé nefnt. Kynningardeildin sér einnig um miðlun ASÍ á efni í gegnum samfélagsmiðla, Yotube-rás ASÍ, sér um útgáfu rafræns fréttabréfs, gefur út tímaritið Vinnuna á 1. maí auk þess að standa fyrir ýmiskonar útgáfu á sérritum og bæklingum. Deildin hefur auk þess yfirumsjón með framleiðslu og skipulagningu á öllu kynningar- og auglýsingaefni Alþýðusambandsins.