Um ASÍ

Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar

Edvard SigurdssonMinningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar var stofnaður árið 1983 til minningar um Eðvarð Sigurðsson, formann Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Sjóðurinn er í umsjá Alþýðusambands Íslands. Um sjóðinn gildir sérstök reglugerð.

Stjórn Minningarsjóðs Eðvarðs Sigurðssonar skipa:
Drífa Snædal forseti ASÍ, Grétar Þorsteinsson fyrrverandi forseti ASÍ og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar–stéttarfélags.


Minningarsjóðurinn veitir eftirtalda styrki

1. Styrk til verkefnis er varðar íslenskt samfélag og málefni launafólks

Styrkurinn er ætlaður til að efla rannsóknir og útgáfu á verkum sem varða sérstaklega íslenskt samfélag, vinnumarkaðinn, hagsmuni launafólks og starfsemi verkalýðshreyfingarinnar. Ef um lokaverkefni í námi er að ræða skal það a.m.k. vera á meistarastigi. Hámarksfjárhæð er kr. 750.000.

Styrkurinn er veittur einu sinni á ári. Umsóknir um styrkinn þurfa að berast fyrir 21. apríl. Styrknum er úthlutað 1. maí ár hvert.


Umsóknareyðublað

2. Styrk til að sækja námskeið eða afla sér með öðrum hætti þekkingar á verkalýðshreyfingunni og málefnum launafólks, innanlands eða erlendis. 
Um er að ræða styrki sem ætlaðir eru til að greiða að hluta til eða öllu leiti skráningargjöld, ferða- og/eða dvalarkostnað. Styrkirnir eru ætlaðir félagsmönnum í stéttarfélögum. Hámarksstyrkur er kr. 125.000.

Umsóknir um styrkina eru afgreiddar tvisvar á ári: 1. september (umsóknarfrestur til 15. ágúst) og 1. desember (umsóknarfrestur til 15. nóvember).

Umsóknareyðublað