Hringferð 2

Í september 2018 hélt skrifstofa ASÍ í seinni fundarherferð sína um landið þar sem haldnir voru 10 fundir til undirbúnings 43. þingi ASÍ sem fer fram 24.-26. október 2018.

Á fundunum voru þrjú af viðfangsefni þingsins kynnt með stuttum framsögum auk þess sem formaður stéttarfélags á staðnum ávarpaði hvern fund. Eftirfarandi málefni voru til umfjöllunar:

a. Húsnæðismál
b. Heilbrigðismál
c. Velferð

Tilgangur fundanna var að auðvelda þátttakendum að tjá sig um það sem á þeim brennur, kynna þeim viðfangsefnin og gera þeim kleift að koma með ábendingar og tillögur að áherslum og aðgerðum af hálfu Alþýðusambandsins og aðildarfélaganna. Notast var við fundarform sem byggir á sem mestri virkni fundarmanna.

Eftir þessa seinni fundaröð verða lögð fyrir miðstjórn ASÍ drög að stefnuyfirlýsingu og aðgerðaráætlun sem byggir á niðurstöðum fundanna. Þau skjöl verða síðan lögð fyrir 43. þing ASÍ til frekari umfjöllunar og afgreiðslu.

Hér fyrir neðan má sjá það efni sem kom út úr hverjum fundi fyrir sig. Fundarstöðum er raðað í stafrófsröð.


Borgarnes

Eftirtalin fimm atriði fengu flest atkvæði í hverjum málaflokki fyrir sig.

Húsnæðismál

Afnema verðtryggingu 8
Lækka vexti 7
Læra af Dönum, taka upp þeirra kerfi 5
Auka framboð af litlum og ódýrum íbúðum 4
Taka upp skyldusparnað 3
1% af skylduiðgjaldi í stofnun að nýju leigufélagi 3
þjóðarátak í húsnæðismálum 3

Heilbrigðismál

Öll læknaþjónusta falli undir heilbrigðiskerfið 10
Jafn aðgengi að heilbrigðisþjónustu burtséð með búsetu 6
Greiðsluþátttaka verði aldrei íþyngjandi 6
Efla geðheilbrigðisþjónustu 6
Breyta staðsetning á Landspítala 6


Velferð

Burt með tekjutengingu 12
Hækka laun umönnunarstétta 7
Að laun dugi fyrir eðlilegri framfærslu 6
Afnema króun á móti krónu skerðingu 6
Fjölga Virk úrræðum úti á landi 4

Nánar um niðurstöðu fundarins í Borgarnesi

Myndir frá fundinum í Borgarnesi sem var haldinn 17. september.

Egilsstaðir

Eftirtalin fimm atriði fengu flest atkvæði í hverjum málaflokki fyrir sig.

Húsnæðismál

Lækka vexti 21
Koma á skyldusparnaði/eitthvað form af skyldusparnaði 20
Takmarka leigu til ferðamanna 9
Styrkja húsnæðisuppbyggingu úti á landi 9
Þyngja reglur um airbnb 6
Breyta forsendu greiðslumats hjá lánastofnunum 6

Heilbrigðismál

Tryggja öllum jafnt aðgengi að læknum 19
Heilbrigðisþjónusta á að vera rekin af hinu opinbera og frí 17
Skýr stefnumörkun stjórnvalda í heilbrigðismálum 13
Hætta með ofurlaun yfirmanna og leggja meira fé til heilbrigðismála 11
Lækka þarf greiðsluþátttöku sjúklinga (er hægt að tekjutengja?) 7

Velferð

Afnema krónu á móti krónu 17
Tryggja þarf öldruðum húsnæði í sinni heimabyggð 13
Jafnari laun í þjóðfélaginu 11
Virkja eldra fólk til heimsókna í skóla og leikskóla 8
Markvissari þjónusta í heimahjúkrun, heimsendum mat, dagvistun fyrir þá sem þurfa/vilja 7


Nánar um niðurstöðu fundarins á Egilsstöðum

Myndir frá fundinum á Egilsstöðum sem var haldinn 12. september.

Húsavík

Eftirtalin fimm atriði fengu flest atkvæði í hverjum málaflokki fyrir sig.

Húsnæðismál

Félagslegt húsnæðiskerfi fyrir landið allt 23
Skyldusparnaður 10
Lækka vexti 10
Auðvelda eldri borgurum að minnka við sig 9
Afnema verðtrygginguna 8


Heilbrigðismál

Efla heilbrigðiskerfið á landsbyggðinni (það minnkar kostnað vegna ferðalaga og fjölskyldna) 15
Virkja landsbyggðarsjúkrahús 12
Efla opinbera kerfið 10
Lækka kostnaðarþátttöku v/lyfja og lækninga 9
Sérfræðilæknar koma meira út á land 8


Velferð

Minnka tekjuskerðingu hjá TR 12
Auðvelda öldruðum og öryrkjum að vinna hlutastörf án þess að verða fyrir skerðingu 11
Stoppa skerðingu frá TR v/s lífeyrisgreiðslur 10
Einfalda örorkukerfið gera fólki kleift að vinna hlutastarf 10
Sameina lífeyrissjóðina 9

Nánar um niðurstöðu fundarins á Húsavík

Myndir frá fundinum á Húsavík sem var haldinn 11. september.

Ísafjörður

Eftirtalin fimm atriði fengu flest atkvæði í hverjum málaflokki fyrir sig.

Húsnæðismál

Lækka vexti af húsnæðislánum 17
Setja skyldusparnað á aftur 13
Bjarg fyrir alla líka Vestfirði 8
Afnema verðtryggingu af öllum lánum 6
Þak á leiguverð 5

Heilbrigðismál

Stærri bita af kökunni í opinbera heilbrigðiskerfið 15
Efla sjúkrahúsin út á landi 13
Stöðugleika í læknum á landsbyggðinni 9
Tryggja aðgengi að öruggri heilbrigðisþjónustu í heimabyggð 7
Opinberan rekstur í heilbrigðiskerfi 6

Velferð

Hærri persónuafslátt fyrir 60+ 17
Afnema krónu á móti krónu kerfið strax 16
Réttindi milli starfsgreina haldist 12
Fjölga starfsfólki hjá Virk 5
Forðast fátæktargildrur aldraðra og öryrkja 4

Nánar um niðurstöðu fundarins á Ísafirði

Myndir frá fundinum á Húsavík sem var haldinn 4. september.

Reykjavík

Eftirtalin fimm atriði fengu flest atkvæði í hverjum málaflokki fyrir sig.

Húsnæðismál

Lækka vexti á húsnæðislánum/Lækka vexti á húsnæðislánum/Lækka vexti/Lægri vexti 31
Byggja ódýrara og minna 24
Afnema verðtryggingu/afnema verðtryggingu 23
Húsnæðisbætur fylgi launaþróun 17
Danska kerfið/Bæta lánskjör (danska leiðin(/Koma á kerfi eins og Danska kerfið - lækkum íbúðavexti 13

Heilbrigðismál

Tryggja heilbrigðisþjónustu óháð efnahag 26
Lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga 24
Jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu 20
Sjúkrasjóður skattlaus 18
Efla forvarnir 18


Velferð

Fella niður tekjutengingu lífeyris/tekjutengingar almannatrygginga vegna lífeyris verði afnumdar 37
Eldri borgarar fái að vinna án skerðinga/Afnema skerðingar vegna samspils á lífeyrisgr og greiðsla frá ríkinu/Afnema allar skerðingar/Afnema skerðingar/Fella strax niður allar skerðingar á ellilífeyri/afnema krónu á móti krónu skerðingar 29
Eflum starfsemi í Virk/Efla Virk 22
Örorkumat út úr lífeyrissjóðunum 13
Sameina lífeyrissjóði með hagsmuni lífeyrisþega í huga 11


Nánar um niðurstöðu fundarins í Reykjavík

Myndir frá fundinum í Reykjavík sem var haldinn 10. september.

Sauðárkrókur

Eftirtalin fimm atriði fengu flest atkvæði í hverjum málaflokki fyrir sig.

Húsnæðismál

Nýtt húsnæðiskerfi sem svipar til dönsku leiðarinnar/Taka upp danska húsnæðiskerfið/Látum Danina halda utan um þetta. Þeir hafa gert það farsællega í rúm 200 ár/að auðvelda fólki að færa sig úr núverandi kerfi yfir í danska kerfið/Hlynnt danska kerfinu. Auðvelda fólki að minnka og stækka við sig eftir aldursskeiðum/Taka upp nýtt húsnæðislánakerfi t.d. Canada, Danmörk 19
Lækkun vaxtabóta á húsnæðislánum/Lægri vexti af húsnæðislánum/Lága vexti/Lækka húsnæðisvexti 13
Ríki og sveitarfélög stuðli að aukningu á leiguhúsnæði með sanngjarnri leigu 12
Efla húsaleigubótakerfið/Húsaleigubætur taki meira mið af tekjum og leigu 11
Taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni 7

Heilbrigðismál

Heilbrigðisþjónusta á að vera ókeypis fyrir alla/Leggja af kostnað sjúklinga vegna allrar almennrar heilbrigðisþjónustu 15
Frían tannlæknakostnað fyrir alla almennar tannlækningar fyrir alla aldurshópa og hópa almennt/Öllum sé fært að nýta sér tannlæknaþjónustu 12
Ríkið viðurkenni einkastofur, ef kostnaður er sá sami og hjá Landsspítala 11
Allir landsmenn njóti heilbrigðisþjónustu á sama verði (ferðakostnaður - vinnutap)/Fara eftir lögum 10
Efla Heilsugæsluna um allt land/Tryggja almenna grunnþjónustu allsstaðar á landinu 9

Velferð

Auka lífeyrisgreiðslur til eldri borgarg afnema tekjutengingu þeirra sem kjósa að vinna lengur 18
Réttindi flytjist á milli stéttarfélaga 9
Grípa til úrræða fyrr, áður en viðkomandi dettur út af vinnumarkaði eða flosnar upp úr námi 8
Að hlutaveikindi skerði ekki réttindi 7
Bæta ellilífeyrir og örorkubætur/Bæta tekjur aldraðra 7

Nánar um niðurstöðu fundarins á Sauðárkróki

Myndir frá fundinum á Sauðárkróki sem var haldinn 4. september.

Selfoss

Eftirtalin fimm atriði fengu flest atkvæði í hverjum málaflokki fyrir sig.

Húsnæðismál

Afnema verðtryggingu af íbúðalánum/Verðtrygging burt! 19
Skyldusparnaður til að tryggja húsnæðisöryggi/Skyldusparnaður 13
Bæta lánskjör - lækka vexti 11
Aðskilja húsnæðislán frá öðrum lánum 8
Taka upp danska kerfið strax/Skoða dönsku leiðina 7


Heilbrigðismál

Fylgja lögum um jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu/Tryggja jafnt aðgengi á landsvísu/Að farið verði að gildandi lögum um aðgengi! 15
Þak á kostnaðarþátttöku sjúklings ná yfir alla þætti meðferðar 14
Opinbera reki heilbrigðisþjónustuna/Grunnþjónusta verði á vegum ríkisins/Samtryggingin borgi lækniskostnað 12
Tekjutengja tannlæknisþjónustu 10
Aukið fjármagn inn í heilbrigðiskerfið 9


Velferð

Sveigjanleg starfslok/Sveigjanlegri starfslok 14
Tryggja að launafólk geti flutt áunninn veikinda- og orlofsrétt á milli vinnustaða/Samfella í ávinnslu réttinda á vinnumarkaði 13
Afnema skerðingar á aldraða 12
Afnema krónu mótu krónu 8
Geta unnið mismunandi starfshlutfall á móti örorku í endurhæfingu 8

Nánar um niðurstöðu fundarins á Selfossi

Myndir frá fundinum á Selfossi sem var haldinn 5. september.

Vestmannaeyjar

Eftirtalin fimm atriði fengu flest atkvæði í hverjum málaflokki fyrir sig.


Húsnæðismál

Verðtryggð laun 7
Skyldusparnaður 6
Verðtrygging burt 4
Vextir 3
15 ár af lífeyrisgreiðslu nota til íbúðakaupa 2

Heilbrigðismál

Dvalar og ferðakostnaður endurgreiddur að fullu 9
Alvarleg veikindi s.s. Krabbamein - Gjaldfrjálst þjónusta og lyf 6
Aðgengi að læknaþjónustu allsstaðar 5
Hver rekur heilbrigðisþjónustu - Ríkið 4
Læknana inn á spítala 4
Eitt kerfi fyrir alla 4

Velferð

Virk grípi fyrr inn í 8
Ellilífeyrir skerðist aldrei v/annarra tekna 6
Lífeyrissjóðir verði jafnir milli maka 6
Tryggja heilbrigðisþjónustu 3
Afnema krónu á móti krónu 3
Skerðing verði ekki meiri en helmingur frá ríki 3

Nánar um niðurstöðu fundarins í Vestmannaeyjum

Myndir frá fundinum í Vestmannaeyjum sem var haldinn 12. september.