Stefna ASÍ

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum á auðlinda- og orkusviði

Reykjavík, 4. apríl 2008
Tilvísun: 200803-0004

EFNI: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum á
auðlinda- og orkusviði, 432. mál, opinbert eignarhald auðlinda,
fyrirtækja aðskilnaður.

Alþýðusambandi Íslands hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um
breytingu á lögum á auðlinda- og orkusviði, 432. mál.

Markmið frumvarpsins er í meginatriðum þríþætt: að setja reglur um
eignarhald auðlinda í opinberri eigu; að skýra mörk samkeppnis- og
sérleyfisvinnslu í starfsemi orkufyrirtækja og að tryggja að starfsemi
dreifiveitna og hitaveitna sem byggir á sérleyfum verði í meirihlutaeigu
opinberra aðila.

Alþýðusambandið lítur svo á að vatns- og gufuorka sé auðlind sem allir
landsmenn eigi rétt á að njóta sameiginlega og með sem jöfnustum hætti.
Lög sem snerta nýtingu þessara auðlinda verða því að taka mið að þessu
grundvallarsjónarmiði.

Alþýðusambandið tekur undir þann hluta frumvarpsins sem snýr að
eignarhaldi auðlinda í opinberri eigu. Tekur Alþýðusambandi undir að bannað
verði að framselja með varanlegum hætti, beint eða óbeint, vatns-og
jarðhitaréttindi sem eru í eigu opinberra aðila. Jafnframt er tekið undir þau
sjónarmið sem koma fram um leigu afnot að vatns- og jarðhitaréttindum. Í
því sambandi er vísað til umsagna um frumvarp til laga um breytingu á
lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, 542 mál 2007.

Alþýðusambandið tekur undir það að dreifi- og flutningskerfi raforku og
hitaveitna sé einn af mikilvægustu innviðum samfélagsins og telur mikilvægt
að fyrirtæki eða félög sem sinna þeirri starfsemi séu í meirihlutaeign
opinberra aðila. Er vísað til umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á
raforkulögum 740. mál dagsett 15. apríl 2004.

Varðandi þann hluta frumvarpsins sem snýr að aðskilnaði sérleyfis- og
samkeppnisvinnslu þá getur Alþýðusambandið ekki að öllu leyti tekið undir
þann þátt.

Það er skoðun Alþýðusambands Íslands að hagur neytenda sé almennt best
borgið með því að tryggja raunverulega samkeppni á markaði. Aðstæður hér
á landi eru aftur á móti með þeim hætti að óljóst er hvort hægt sé að
tryggja samkeppni á orkumarkaði. Markaðurinn er lítill fáir framleiðendur og