Stefna ASÍ

Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um almenningsbókasöfn, nr. 36/1997 ( gjaldtökuheimild)

Reykjavík, 26.apríl 2011

Tilvísun: 201104-0017

 

Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um almenningsbókasöfn, nr. 36/1997 ( gjaldtökuheimild), 580. mál.

Alþýðusamband Íslands hefur fengið til umsagnar frumvarp til laga um breytingar á lögum um almenningsbókasöfn, nr. 36/1997 (gjaldtöku-heimild), 580. mál.

Alþýðusambandið gerir ekki athugasemdir við þann tilgang frumvarpsins að eyða lagalegri óvissu um gjaldtökuheimildir almenningsbókasafna en telur eðlilegt, með hliðsjón af því að hér er um mikilvæga almannaþjónustu að ræða, að lögin mæli fyrir um að heimilt sé að innheimta hóflegt gjald fyrir þjónustuna.

F.h. Alþýðusambands Íslands

Henný Hinz

hagfræðingur