Stefna ASÍ

Tillaga til þingsályktunar um undirbúning að þjónustumiðstöð við olíuleit á Drekasvæði

Efni: Umsögn um tillögu til þingsályktunar um undirbúning að þjónustumiðstöð við olíuleit á Drekasvæði.

Alþýðusambandi Íslands hefur borist til umsagnar tillaga til þingsályktunar um þjónustumiðstöð við olíuleit á Drekasvæði, 329. mál. Í þingsályktunartillögunni er lagt til að stjórnvöld aðstoði sveitarfélögin
Langanesbyggð og Vopnafjarðarhrepp við að kanna þörf á starfrækslu þjónustumiðstöðvar sem gæti annast alla helstu þjónustu hérlendis við skip sem leita olíu á Drekasvæði.

Alþýðusamband Íslands mælir með því að tillagan sem hér er til umsagnar verði samþykkt.