Stefna ASÍ

Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2010-2013 (1)

Reykjavík 18.05.2010

Tilvísun: 201005-0011

 

Efni: Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2010-2013, 521. mál.

Alþýðusamband Íslands hefur fengið til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2010-2013, 521. mál.

Alþýðusamband Íslands tekur undir þau meginmarkmið byggðaáætlunarinnar að bæta skilyrði til búsetu, nýsköpunar og sjálfbærrar þróunar í öllum landshlutum, efla menntun, menningu, samfélög og samkeppnishæfni byggða og bæja landsins með margvíslegum aðgerðum.

Alþýðusamband Íslands mælir með því að Alþingi samþykki tillöguna.

 

F.h. Alþýðusambands Íslands

_________________________________

Ólafur Darri Andrason

Hagfræðingur ASÍ