Stefna ASÍ

Tillaga til þingsályktunar um staðgöngumæðrun

Reykjavík, 15. febrúar 2011

Tilvísun: 201101-0028

 

Efni: Tillaga til þingsályktunar um staðgöngumæðrun, 310. mál

Alþýðusambandi Íslands hefur borist til umsagnar tillaga til þingsályktunar um staðgöngumæðrun, þskj. 376 – 310. mál.

Um er að ræða nýmæli í íslenskri löggjöf og hefur ASÍ ekki mótað sér formlega afstöðu til málsins. Engu að síður vill ASÍ vekja athygli á að ekki hafi verið með fullnægjandi hætti tekið á siðferðilegum, lagalegum og læknisfræðilegum spurningum varðandi staðgöngumæðrun,eins og fram kemur í áliti vinnuhóps heilbrigðisráðherra um staðgöngumæðrun frá 5. febrúar 2010 og 7. júlí 2010.

Ljóst er að málið getur varðað skuldbindingu og afstöðu Íslands til núverandi og væntanlegra alþjóðareglna á sviði mannréttinda þ.m.t. réttinda barna, kvenna og foreldra. Á þeim vettvangi er umræðu ekki lokið. Umræða hér á landi hefur jafnframt hvorki verið almenn eða ýtarleg og telur ASÍ að frekari umræða þurfi að eiga sér stað áður en farið er í undirbúning lagafrumvarps um staðgöngumæðrun.

 

F.h. Alþýðusambands Íslands

Maríanna Traustadóttir

Jafnréttisfulltrúi ASÍ