Stefna ASÍ

Tillaga til þingsályktunar um að Ísland skapi sér afgerandi sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis

Reykjavík 10.03 2010

Mál: 201003-0004

 

 

Efni: Umsögn um tillögu til þingsályktunar um að Ísland skapi sér afgerandi sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis ( 383 mál ).

Alþýðusamband Íslands styður afgreiðslu ályktunarinnar án breytinga. Það er álit ASÍ að mál þetta geti verið verðmætt framlag til uppbyggingar samfélagsins á næstu árum og geti stuðlað að því að Ísland endurheimti traust í samfélagi þjóðanna.

Virðingarfyllst,

Magnús M. Norðdahl hrl.,

lögfræðingur ASÍ