Stefna ASÍ

Þingsályktunartillaga um uppbyggingu leiguíbúða

Reykjavík 12.4.2017
Tilvísun: 201704-0018

Efni: Þingsályktunartillaga um uppbyggingu leiguíbúða, 285. mál

Í tengslum við kjarasamninga í maí 2015 gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu um húsnæðismál. Í kjölfarið voru sett lög um Almennar íbúðir sem leggja grunn að uppbyggingu leigufélaga án hagnaðarsjónarmiða („non profit“) fyrir fólk í tveimur lægstu tekjufimmtungunum. Leigukerfið er m.a. fjármagnað með stofnframlögum frá ríkis og sveitarfélögunum sem jafngilda 30% af stofnkostnaði íbúðanna. Alþýðusamband Íslands mat þörfina fyrir uppbyggingu í hinu nýja kerfi að lágmarki um 1.000 íbúðir á ári fyrstu fimm árin en ríkisstjórnin var ekki tilbúin til að mæta þeirri kröfu og niðurstaðan varð loforð um stofnframlög til bygginga á 2.300 íbúðum á fjórum árum. Mat ASÍ á þörfinni er óbreytt og leggur því til að tillagan verði samþykkt óbreytt.

Virðingarfyllst,
Henný Hinz
hagfræðingur ASÍ