Stefna ASÍ

Þingsályktunartillaga um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta

Reykjavík, 13.02 2018
Tilvísun: 201801-0048

Efni: Þingsályktunartillaga um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta, 50. mál

Alþýðusambandi Íslands hefur borist til umsagnar ofangreind þingsályktunartillaga þar sem óskað er eftir viðræðum við aðila vinnumarkaðarins og Samband íslenskra sveitarfélaga undir leiðsögn fulltrúa fjármála- og efnahagsráðherra þar sem að aðilar fari í sérstakt átak, þjóðarsátt, um bætt launakjör kvennastétta.

Kynbundinn launamunur er veruleiki á íslenskum vinnumarkaði. Kynbundinn launamunur er með öllu óásættanlegur og hefur ASÍ sem ein fjölmennustu samtök launafólks hér á landi lagt áherslu á að uppræta beri með öllum tiltækum ráðum það misrétti sem fellst í kynbundnum launamun.

Það er staðreynd að eitt einkenni íslensks vinnumarkaðar er að hann mjög kynskiptur og eru fjölmennar kvennastéttir helst að finna innan opinberar þjónustu, s.s. á sviði heilbrigðis- og velferðarþjónustu og innan menntastofnanna, stórir hópar þeirra eru innan aðildarfélaga ASÍ. Þegar vinna á gegn kynbundnum launamuni þá er mikilvægt að nálgast allar kvennastéttir sem búa við þetta óréttlæti, ekki síst lágtekjuhópa innan heilbrigðis-, öldrunar- og félagsþjónustu sem og á sviði skóla- og frístundastarfs.

ASÍ telur einnig nauðsynlegt að auka tækifæri þessara hópa til að fá hæfni sína og reynslu viðurkennda og sækja sér frekari menntun til að treysta stöðu þeirra á vinnumarkaði. Til að svo megi verða þarf að stórauka fjármagn til framhaldsfræðslunnar.

F.h. Alþýðusambands Íslands
Maríanna Traustadóttir,
sérfræðingur