Stefna ASÍ

Þingsályktunartillaga um staðgöngumæðrun

Reykjavík, 18. nóvember 2011

           Tilvísun: 201111-0015

 

Tillaga til þingsályktunar um staðgöngumæðrun, 4. mál

ASÍ vísar í umsögn sína dags. 15.02.2011 þar sem fjallað er um tillögu til þingsályktunar um staðgöngumæðrun og hefur afstaða sambandsins til málsins ekki breyst frá þeim tíma. Þar kemur fram m.a. að ASÍ telur að ekki hafi verið með fullnægjandi hætti tekið á siðferðilegum, lagalegum og læknisfræðilegum spurningum varðandi staðgöngumæðrun. Er þar vísað í álit vinnuhóps heilbrigðisráðherra um staðgöngumæðrun frá 05.02.2010 og 07.07.2010.

ASÍ bendir á að málið getur varðað skuldbindingu og afstöðu Íslands til núverandi og væntanlegra alþjóðareglna á sviði mannréttinda þ.m.t. barna, kvenna og foreldra og á þeim vettvangi er umræðu ekki lokið. Einnig telur ASÍ að frekari umræða þurfi að eiga sér stað áður en farið er í undirbúning lagafrumvarps sem heimilar staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni.

 

F.h. Alþýðusambands Íslands

 Maríanna Traustadóttir,

jafnréttisfulltrúi